Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Heilsu-og forvarnarvika Reykjanesbæjar hófst í dag
Mánudagur 3. október 2011 kl. 11:57

Heilsu-og forvarnarvika Reykjanesbæjar hófst í dag

Heilsu-og forvarnarvika Reykjanesbæjar verður haldin í fjórða skiptið dagana 3. – 9. október n.k. í samstarfi við fjölmarga aðila, en markmiðið með henni er að stuðla að aukinni andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan íbúa Reykjanesbæjar. Heilbrigður lífsstíll og víðtækar forvarnir eru til þess fallnar að auka vellíðan og styrkja sjálfsmynd okkar og gera okkur betur í stakk búin til að takast á við þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir á lífsleiðinni, jafnt í stóru sem smáu. Það er ekki síst á erfiðum tímum sem heilbrigði og forvarnir eru mikilvægar. Þá reynir hvað mest á andlegt og líkamlegt þrek okkar og félagslegan styrk til að standa saman vörð um heilbrigði og hamingju þeirra sem hér búa.

Leiðarljós heilsu-og forvarnarvikunnar hefur verið og er áfram Samvinna-Þátttaka- Árangur. Allar stofnanir Reykjanesbæjar taka þátt í verkefninu og ættu allir þeir sem að þeim koma að verða varir við þær áherslur.

Fjöldi aðila, einstaklingar, stofnanir og fyrirtæki hafa lagt verkefninu lið og er það von okkar sem stöndum að undirbúningi heilsu-og forvarnarviku Reykjanesbæjar að allir bæjarbúar, ungir sem aldnir, finni eitthvað við hæfi í dagskránni. Nánari upplýsingar um dagskrána má finna á vef Reykjanesbæjar og á Facebook undir http://www.facebook.com/reykjanesbaer.

Guðrún Þorsteinsdóttir, starfsþróunarstjóri

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024