Heilsu hrökkbrauð með í ferðalagið
Sennilega kannast einhverjir við það í ferðalögum að lenda í smá vandræðum með meltinguna eftir misjafnlega skynsamlegt val á mat á ferð um landið. Framundan er stærsta ferðahelgi ársins og bráðsniðugt að pakka einhverju hollu með í för eins og trefjaríku og næringarríku hrökkbrauði sem gott er að grípa í í staðinn fyrir hefðbundið samlokubrauð. Hugmyndir að góðu áleggi væri t.d. hummus, soðin egg, hrein lifrarkæfa, reyktur lax, grænmeti, lífrænt hnetusmjör, möndlusmjör, avokadó, kotasæla eða ostur. Svo er þetta gott líka eitt og sér sem snarl. Um að gera að hafa smá hollustu með í fríið í bland við allt hitt.
Heilsu hrökkbrauð:
1 dl haframjöl
1 dl hörfræ
1 dl sesamfræ
1 dl graskersfræ
1 dl sólblómafræ
3½ dl spelt/heilhveiti
1 dl sólblómaolía
1 tsk vínsteinslyftiduft
2 tsk salt (má minnka)
2 dl vatn
-blandið öllum þurrefnum saman, síðan olíu og vatni
-skiptið deiginu í tvo hluta, fletjið út á milli tveggja bökunarpappírsarka
-hvor hluti passar á eina bökunarplötu, þegar deigið er komið á plötuna farið á yfir deigið með pizzahjóli eða hníf og skerið i hæfilegar kexkökur
-bakið í 15-20 mín við 200°C
Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir.
www.facebook.com/grasalaeknir.is