Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Heilsu- og forvarnarvika í Reykjanesbæ
Miðvikudagur 5. október 2016 kl. 16:07

Heilsu- og forvarnarvika í Reykjanesbæ

Nú stendur yfir árleg Heilsu- og forvarnarvika í Reykjanesbæ en markmið hennar er að hvetja einstaklinga og samfélagið í heild til að huga að heilbrigðum valkostum og líferni. Dagskráin er þéttskipuð fjölmörgum viðburðum á hverjum degi og viljum við hvetja alla til að kynna sér hana nánar.

Fornvarnir í víðasta skilningi þess orðs eru langbesta fjárfesting sem hægt er að ráðast í þegar kemur að heilsuvernd. Forvarnir eru bæði ódýrari og árangursríkari en þegar bregðast þarf við ef heilsan fer einhverra hluta vegna að gefa sig og erfiðara og dýrara verður að snúa dæminu við. Með forvörnum er einnig hægt að ná til marga í einu en að lækna eða snúa við óheillaþróun snýst yfirleitt um einstaklinga. Þess vegna viljum við hvetja fólk til að huga að eigin heilsu og hvernig það getur sem best hagað lífi sínu og athöfnum þannig að líkamleg, andleg og félagsleg heilsa haldist sem best sem lengst.
 
Heilsueflandi samfélag

Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ ákváðu fyrir nokkrum vikum að gerast aðilar að verkefni Landslæknisembættisins sem gengur út á að hvetja heilu samfélögin til heilsueflingar undir merkjum Heilsueflandi samfélags. Samningur þess efnis var undirritaður í upphafi Heilsu- og forvarnarvikunnar og mun verkefnið verða kynnt nánar þegar það er komið betur af stað.
Íbúar Reykjanesbæjar - koma svo!
 
Kær kveðja
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024