Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

 Heilsu- og forvarnarvika í Reykjanesbæ – þakkir
Sunnudagur 10. október 2010 kl. 13:24

Heilsu- og forvarnarvika í Reykjanesbæ – þakkir


Vikuna 27. september – 3. október var haldin í annað sinn sameiginlega Heilsu- og forvarnarvika í Reykjanesbæ. Allar stofnanir Reykjanesbæjar auk fjölmargra fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka tóku þátt í verkefninu með okkur.  
Segja má að Geðræktarganga Bjargarinnar hafi  lagt  tóninn fyrir heilsu -og forvarnarvikuna með heilsuræktargöngunni og geðorðunum 10  í upphafi vikunnar. Áhersla var lögð á hollan og góðan mat venju fremur og sáu Skólamatur og Menu-veitingar um að laða fram lokkandi heilsurétti.  Reykjaneshöllin bauð gestum og gangandi upp á heilsudrykk, í Lyfju var kynning á My Secret drykknum og Cocowell kókoshnetuvatni, Nettó kynnti hollustuboost , Berry safa og Weighlevel náttúrublöndu,  ásamt heilsuvörum frá Yggdrasil.  Heilsuhúsið bauð upp á ýmsar kynningar alla vikuna og Heilsumiðstöðin kynnti starfsemi sína með opnu húsi. Átak heilsulind bauð bæjarbúum m.a. frítt í tækjasal en auk alls þessa var boðið upp á ýmsar heilsufarsmælingar.  Að þeim tilboðum stóðu Lífsstíll,  Lyfja,  Lyf og heilsa, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Sjúkraþjálfun Suðurnesja og  fleiri aðilar.  Íþróttafélögin kynntu starfsemi sína og buðu bæjarbúum til þátttöku. Nesvellir og leikskólarnir í Reykjanesbæ buðu uppá fjölbreytta dagskrá og Bókasafn Reykjanesbæjar bauð bæjarbúum  uppá óvæntan bókaglaðning.  

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í samstarfi við Brunavarnir Suðurnesja, Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Lögregluna á Suðurnesjum, TM og Reykjanesbæ var Forvarnardagur ungra ökumanna haldinn í 88-húsinu og tóku um 125  nemendur í FS þátt í honum.
Í Duushúsum var borgarafundur gegn einelti sem Heimili og skóli, Liðsmenn Jerico, Olweusaráætlunin og Ungmennaráð SAFT stóðu fyrir í samstarfi við Símann, mennta- og menningarmálaráðuneytið, félags- og tryggingamálaráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og fleiri aðila.  

Fjöldaskokk, fyrirlestrar, kirkjustarf, vettvangsferðir, heilsumatseðill á Café Iðnó og margt, margt  fleira var í boði í heilsu- og forvarnarvikunni, miklu meira en hægt er að telja upp hér.  Með sameiginlegu framlagi þeirra fjölmörgu sem tóku þátt  með einum eða öðrum hætti göngum við veginn fram á við til betri heilsu. Það er ávallt mikilvægt að huga að heilsu og forvörnum, en  ekki hvað síst á það við á  þeim erfiðu tímum sem við búum við núna. Er það von okkar að heilsu- og forvarnarvikan verði hvatning fyrir bæjarbúa til að halda áfram að  hlúa að velferð sinni, fjölskyldu sinnar og nærumhverfis.

 Það skiptir máli að við hlúum vel hvort að öðru.

Við þökkum ykkur öllum þátttökuna og hlökkum til að vinna með ykkur á næstu árum.

Guðrún Þorsteinsdóttir
Starfsþróunarstjóri Reykjanesbæjar
Hera Ósk Einarsdóttir
Verkefnastjóri forvarna Reykjanesbæ