Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er í góðum hönd
Yfirlýsing frá stjórn Suðurnesjadeildar félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar síðustu vikna viljum við í stjórn Suðurnesjadeildar hjúkrunarfræðinga lýsa fullum stuðningi og trausti til stjórnenda HSS.
Sú uppbygging sem átt hefur sér stað undanfarin misseri, með tilkomu nýs framkvæmdastjóra, er unnin af heilum hug, mikilli fagmennsku og þekkingu á heilbrigðismálum. Þar er tekið mið af heildarhagsmunum íbúa svæðisins.
Í þeirri umræðu sem átt hefur sér stað er aldrei talað um hvert hlutverk sjúkrahússins sé í heild sinni, heldur einungis einblínt á langlegudeild fyrir aldraða. Við sem fagaðilar vitum að til að reka sjúkrahús þarf að sinna breiðum hópi fólks en ekki einungis horfa bara á einn þátt.
Við biðjum því Suðurnesjabúa að staldra við og kynna sér málin til hlítar áður en þeir mynda sér skoðun á þessu máli.
Stjórn Suðurnesjadeildar hjúkrunarfræðinga.
Ástríður Vigdís Vigfúsdóttir.
Bryndís Sævarsdóttir.
Sveinbjörg Sigríður Ólafsdóttir.
Þórunn Agnes Einarsdóttir.
Í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar síðustu vikna viljum við í stjórn Suðurnesjadeildar hjúkrunarfræðinga lýsa fullum stuðningi og trausti til stjórnenda HSS.
Sú uppbygging sem átt hefur sér stað undanfarin misseri, með tilkomu nýs framkvæmdastjóra, er unnin af heilum hug, mikilli fagmennsku og þekkingu á heilbrigðismálum. Þar er tekið mið af heildarhagsmunum íbúa svæðisins.
Í þeirri umræðu sem átt hefur sér stað er aldrei talað um hvert hlutverk sjúkrahússins sé í heild sinni, heldur einungis einblínt á langlegudeild fyrir aldraða. Við sem fagaðilar vitum að til að reka sjúkrahús þarf að sinna breiðum hópi fólks en ekki einungis horfa bara á einn þátt.
Við biðjum því Suðurnesjabúa að staldra við og kynna sér málin til hlítar áður en þeir mynda sér skoðun á þessu máli.
Stjórn Suðurnesjadeildar hjúkrunarfræðinga.
Ástríður Vigdís Vigfúsdóttir.
Bryndís Sævarsdóttir.
Sveinbjörg Sigríður Ólafsdóttir.
Þórunn Agnes Einarsdóttir.