Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Heiðursmannalistar - Til hvers?
Þriðjudagur 31. ágúst 2004 kl. 13:58

Heiðursmannalistar - Til hvers?

Í síðustu Víkurfréttum birtist á fjórblöðungi nöfn barna í grunnskólum Reykjanesbæjar sem eru í hópi bestu nemenda hvers skóla, svokallaðir heiðursmannalistar. Mín viðbrögð við þessari auglýsingu voru að fela hana fyrir börnunum mínum. Þannig háttar til, að ég á fleiri en eitt barn í skóla. Sumum gengur vel, en öðrum gengur ekki eins vel. Sum voru inn á þessum lista en önnur ekki.
Ástæður þess að börnum gengur ekki vel í skóla geta verið margar. Sumir eru hreinlega latir og nenna ekki að læra, en aðrir geta átt við einhverja erfiðleika að stríða og gengur hægt að ná árangri þrátt fyrir að leggja sig fram. Það mun ekki hjálpa þeim börnum sem eiga við námserfiðleika að stríða að komast ekki inn á þessa heiðursmannalista heldur þvert á móti. Ég hef engan áhuga á því að búa til  minnimáttarkennd hjá þeim börnum mínum sem ekki eiga auðvelt með að læra. Það er nóg fyrir mig að takast á við það að hjálpa þeim. Því mun ég halda áfram að henda þessum heiðursmannalistum berist þeir heim til mín.

Guðbrandur Einarsson
faðir
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024