Hefur þú ekki tíma fyrir morgunmat?
Sumir hlaupa út á morgnana með tóman maga og gefa sér ekki tíma til að byrja daginn á staðgóðum morgunmat. Þarna er snilld að vera búin að græja morgunmatinn áður en þú ferð að sofa og kippa þessu bara með í vinnuna eða skólann næsta morgun. Þannig ertu viss um að þú sért að byrja daginn vel og getur betur haldið þér í jafnvægi með næstu máltíðir yfir daginn. Hér eru nokkrar hugmyndir að morgunmat sem mér finnst gott að eiga tilbúið í ísskápnum ef tíminn er naumur næsta dag.
• Hafragrautur eða chiagrautur í krukku. Láta hafra eða chia fræ í krukku með vatni eða möndlumjólk og í ísskáp. Sniðugt að bæta kanil, rúsínum, kakódufti, bláberjum og kókósflögum út í. T.d. alveg hægt að gera chia krukkugraut fyrir 3 daga í einu.
• Eggjamuffins. Hrærið saman í ommilettu og hellið í sílikon muffins form og bakið í ofni kvöldinu áður. Fínt að grípa 1-2 með sér í vinnuna.
• Berjaboost sem hægt er að geyma í ísskápnum og drekka strax um morguninn. Líka gott að gera grænmetissafa í safapressunni gulrótar- eða rauðrófusafa með sítrónu.
• Soðin egg og avókdaó. Mjög gott að sjóða vel af eggjum til að grípa með sér ef það er lítill tími. Egg og avókadó fer mjög vel saman til að redda sér á í morgunkaffinu.
Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir.
www.facebook.com/grasalaeknir.is
www.instagram.com/asdisgrasa
www.grasalaeknir.is