Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Hefur ástandið áhrif ?
Miðvikudagur 15. júlí 2009 kl. 10:18

Hefur ástandið áhrif ?


Vissulega hefur þetta ástand áhrif á fólk, það hefur allavega haft áhrif á mig. Þeir sem áttu eitthvað veraldlegt eru margir búnir að tapa því, sjóðir orðnir rýrir, allur lífeyrir skerðist, atvinnuleysi, samdráttur alls staðar, algjör óvissa, sem sagt algjört ófremdar ástand. Ef fólk fyllist ekki kvíða, þunglyndi og ótta við hvað bíður handan við hornið, þá veit ég ekki hvað. En við megum ekki láta hugfallast, ekki gleyma okkur sjálfum. Að loka sig inni er ekki  lausn,  það eykur einungis á vanlíðan okkar. Til að halda geðheilsu þurfum við að gera eitthvað,  leita okkur aðstoðar þar sem hana er að finna. Við verðum að stíga fyrsta skrefið og hafa vilja til þess,  það gerir engin fyrir okkur. Fólk þarf að setjast niður og bera saman bækur sínar, ræða saman, takast á við hlutina SAMAN. Ástand á heimilum batnar ekki með látum, óreglu, þögn og aðgerðaleysi. Ekki heldur gleyma börnunum, þau líða oftar en ekki fyrir OKKAR ástand,  það hefur áhrif á nám þeirra, hegðun, leik ofl, ekki síður ef vandamál er fyrir á heimilinu. Fyllast þau þá ótta og kvíða, jafnvel öðrum andlegum kvillum, vegna þess að þau gleymast, BÖRNIN OKKAR GLEYMAST því miður svo alltof oft.

AFNEITUN er gríðarlega sterkt afl, afl sem blindar okkur á að sjá ástandið eins og það raunverulega er. Það er lúmskt og lævíst. Tala nú ekki um ef það er einhver  nátengdur manni nú eða maður sjálfur, sem á erfitt með að hafa stjórn á drykkju, fíkniefnum, og/eða annari fíkn, nú eða veikur á einhvern hátt, þá er ástæða til að tala við einhvern  með opnum huga, fara yfir málin, athuga hvort eða hvernig þetta er að hafa áhrif og hvað er hægt að gera. Enn og aftur, ef það er vilji þá er nánast allt hægt.

Hefur ástandid áhrif á skólasókn og nám okkar barna?
Hlutfallslega sækja fæstir skóla á Suðurnesjum en þar eru 88% 16 ára ungmenna skráð í skóla.  Þetta kemur fram í gögnum Hagstofu Íslands.
Í 17 ára aldursflokknum er svipaða sögu að segja. Þar er skólasókn langminnst á Suðurnesjum eða 74%.
Þarf ekki að gera eitthvað ?
Forgangsraða hlutunum á þann veg að heilsan, menntun og fólkið OKKAR gangi fyrir veraldlegum hlutum.

Hefur ástandið áhrif á þá sem eru úti að berjast?
Ekki spurning, baráttan verður erfiðari, okkur finnst allt svo erfitt og ekkert framundan.
Innbrotum fjölgar verulega, ofbeldi og annarskonar misnotkun eykst, sjálfsvíg og sjálfsvígs tilraunir hafa einnig aukist.
Samt er alltaf dregið úr framlögum til forvarna.
Við ÞURFUM að setja smá aura í FORVARNIR, það kemur alltaf til með að borga sig.
Mikill fjöldi fólks hefur haft samband við mig, vill reyna að komast í meðferðir eða fá einhvers konar aðstoð,  hrópar á HJÁLP, en vegna sumarleyfa og samdráttar dregst það því miður á langinn og reynist það oftar en ekki erfitt..
 
Lundur stendur nú á tímamótum þar sem skortur er á fjármagni til að geta haldið áfram að starfa.
Dagskrá Lundar sem hefur verið óbreytt frá upphafi og hefur verið mikil aukning til ráðgjafa, í kynningar og fræðslu. Sem stendur eru ráðgjafar í sumarfríi fram yfir verslunarmannahelgi.
Hefst dagskráin aftur 10 ágúst, líka verða sett af stað batanámskeið, foreldrameðferð ofl.
Undanfarið hefur Lundur verið með kynningar og fræðslu fyrir unglinga úr vinnuskóla Reykjanesbæjar, gekk það mjög vel. Fimmtudaginn 16. júlí frá 10-12 verðum við með unglingunum úr vinnuskólanum í Vogum.

Bestu kveðjur
Erlingur Jónsson
www.lundur.net
[email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024