Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Hefðbundnar læknisaðferðir og náttúrulækningar
Sunnudagur 27. maí 2012 kl. 13:28

Hefðbundnar læknisaðferðir og náttúrulækningar



Hefðbundnar læknisaðferðir og náttúrulækningar eru ekki í mótsögn hvor við aðra. Þvert á móti geta aðferðirnar bætt hvor aðra upp. Þess vegna er mikilvægt að fara fyrst í læknisrannsókn og fá greiningu á sjúkdóminum áður en leitað er óhefðbundinna lækninga.


Til hinna hefðbundnu náttúrulækninga má nefna lífsöndun, meðferð sem byggist á breyttu mataræði sem miðast við heilsu sjúklingsins sem í hlut á og handfjötlunarmeðferðir þar sem mikil áhersla er lögð á þekkingu á líkamanum. Lífsöndun er ekki það sama og jóga, hún er hins vegar sérstök tegund meðferðar. Öndun er ómeðvitað ferli, það er það fyrsta sem við gerum þegar við komum í heiminn, og það er það síðasta sem við gerum þegar við förum héðan. Auk þess má nefna náttúrulækningar, grasalækningar og næringarfræði, en þetta tekur lágmark 3 ár að læra. Það er mjög mikilvægt fyrir leikmenn að þekkja hvaða meðferðir eru skynsamlegar og læknisfræðilega nauðsynlegar, meðal annars svo þeir kasti ekki penningum á glæ. Ef fólk lendir í því að eyða miklum peningum án þess að fá neitt út úr því hefur verið beitt óábyrgum aðferðum. Ef árangur næst ekki innan skamms þá henta þér ekki þessar meðferðir.


Hin mikla list felst í því að þekkja mörkin á milli læknisfræði og náttúrulækninga, sem eru þau að læknisfræði fæst við alvarlega eða ólæknandi sjúkdóma en náttúrulækningum má beita þegar um minniháttar kvilla eða truflun á líkamsstarfsemi er að ræða. Náttúrulækningar geta gagnast vel til dæmis ef sjúklingur kvartar yfir verkjum án þess að hægt sé að greina ákveðinn sjúkdóm í einhverju líffæri.


Þegar um lífshættulega sjúkdóma er að ræða eiga aðferðir hinnar óhefðbundnu læknisfræði ekki við. Það er líka óviðeigandi og jafnvel hættulegt þegar meðferðaraðilar líta svo á að einhver ein aðferð sé sú eina rétta. Náttúrulækningar verða stöðugt að skoðast í heildrænu meðferðarsamhengi. Úrslitaatriðið hér er að hver og einn meðferðaraðili verður að þekkja sín takmörk, meira að segja útlærður náttúrulæknir, grasalæknir og næringarfræðingur.


Fólk á að geta læknað sig sjálft ef það fer eftir lífsreglum, sem eru góður svefn, góður morgunverður og heilbrigður hádegisverður, eitthvað lítið á kvöldin, drekka nóg af vatni á dag og gleyma ekki ávöxtum og grænmeti. Góð heilsa ætti ekki að vera dýr, það eru aðrir sem gera hana dýra.

Birgitta Jónsdóttir Klasen
https://www.birgittajonsdottirklasen.com
https://www.heilsumiðstöð birgittu/facebook.com

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024