Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Hef ekki talið ástæðu til að eyða tíma í leikþætti
Fimmtudagur 4. apríl 2013 kl. 17:30

Hef ekki talið ástæðu til að eyða tíma í leikþætti

Svör vegna viðtals við Katrínu Júlíusdóttur, fjármálaráðherra á Bylgjunni.

Ég hef ítrekað komið því á framfæri að nú á síðustu dögum þessar ríkisstjórnar nægi okkur ekki enn ein viljayfirlýsingin heldur skyldi „frumvarp“ lagt fram og gert að lögum, líkt og með Bakka. (Minni á
Stöðugleikasáttmála 2009, sem var svikinn, synjun ríkisstjórnar um sérlög fyrir Helguvík 2009, frumvarp 30 þingmanna um málið sem fékk ekki framgang í þingnefndum 2010 og 2011 og ekkert svar fyrr en nú nokkrum dögum fyrir kosningar, þegar Bakkafrumvarpið flýgur í gegn) .

Og hvað átti svo að vera í viljayfirlýsingunni?
Þau drög að viljayfirlýsingu sem Katrín vitnar til  í viðtali á Bylgjunni nú síðdegis og vildi að við undirrituðum er um að ríkisstjórnin- sem nú er að fara frá eftir 22 daga – vilji „styðja við og greiða fyrir atvinnuuppbyggingu á Reykjanesi“ með verkefninu, að ríkisstjórnin beiti sér fyrir „að fá öll leyfi og
heimildir“ sem kunni að þurfa og að ríkisstjórnin „muni ekki grípa til aðgerða sem hamla eða hafa annars konar skaðleg áhrif á framgöngu verkefnisins“.

Þá er getið um tvö verkefni sem eigi að styðja fjárhagslega í þessu sambandi, að það eigi að styrkja hluta af vegtengingum innan svæðis um gil sem er fyrir um 100-150 milljónir kr.  og að veita okkur víkjandi lán sem sé helmingur  þeirra framkvæmda sem séu eftir. (Það gæti því verið um 800 milljónir í víkjandi lán).  Það er ekkert annað í þeim drögum sem okkur voru send- Getur verið að það vanti eitthvað í drögin?  Er þetta jafnræðið?

Á Bakka er verið að fjalla um á 4. milljarð króna í stuðning sem snýr að því sama og við leitum eftir. Þar er verið að styrkja lóðagerð, vegi og jarðgögn, hafnargerð og veita þjálfunarstyrki. Telja menn ástæðu til að skrifa undir slíkt plagg á þessum lokadögum ríkisstjórnarinnar? Er óeðlilegt að maður segi að þetta verði að vera verkefni næstu ríkisstjórnar og næsta Alþingis!

Ég hef ekki talið ástæðu til að eyða tíma í þessa leikþætti, það eru brýn verkefni hér daglega að standa með fólki sem er atvinnulaust og er að missa heimili sín eða búið að missa þau. Hér er stór hópur fólks án vinnu, tvöfalt stærri en sá sem vitnað er til í tölum frá Vinnumálastofnun og notað var í viðtalinu til að sýna að þetta væri allt í góðum gangi á Suðurnesjum!

Árni Sigfússon

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

bæjarstjóri í Reykjanesbæ.