Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Miðvikudagur 24. janúar 2001 kl. 09:39

Hávaðamengun í Grænáshverfi

Heilbrigðisnefnd Suðurnesja hefur hafnað byggingu leikskóla og gæsluvallar í Grænási og setur ákveðin skilyrði fyrir byggingu íbúðabyggðar.
Málið var tekið fyrir á fundi Skipulags- og byggingarnefndar 9. janúar sl. og féllst nefndin á þau skilyrði sem heilbrigðisnefndin setti fyrir byggingu íbúðabyggðar á svæðinu. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar fjallaði um fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar á fundi í síðustu viku og var hún samþykkt 11-0.

Skilyrði fyrir íbúðabyggð
Skipulagsstofnun ríkisins fór yfir tillögur að deiliskipulagi fyrir íbúðabyggð í Grænási og afgreiddi þær frá sér með bréfi dagsettu 22. desember. Þar var m.a. farið fram á að leitað yrði álits Heilbrigðisnefnd Suðurnesja sem tók erindið fyrir á fundi 3. janúar. Nefndin setur fram þau skilyrði fyrir íbúðabyggð í Grænási að fram komi í úthlutun að um sé að ræða svæði nálægt flugvelli þar sem búast má við hávaða yfir almennum mörkum. Einnig þarf að tryggja 30 desibela hljóðvist innanhúss og að öðrum umhverfishávaða verði haldið í lágmarki. Nefndin hafnar byggingu leikskóla og gæsluvallar á svæðinu.

Minni mengun nú en áður
Ellert Eiríksson bæjarstjóri tók til máls á fundi bæjarstjórnar, þegar málið var til umfjöllunar þar og benti á að hávaði í Njarðvík vegna flugumferðar hefði ekki aukist á undanförnum árum, heldur hið gagnstæða. „Nú eigum við að samþykkja skipulag fyrir þetta svæði og setja strangari skilyrði um hávaðamengun. Í dag er mun minni mengun af herflugi en áður því nýrri vélar eru ekki eins háværar, en auðvitað koma álagspunktar á æfingatímum. Ég tel sjálfsagt að verða við tillögu Skipulagsstofnunar og ganga að þeim skilyrðum sem heilbrigðisnefndin hefur sett. Tilvonandi íbúar í Grænási gera sér væntanlega grein fyrir að það sé flugvöllur í grenndinni og vita þar með að hverju þeir ganga“, sagði Ellert.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024