Háskóli á Keflavíkurflugvelli
Á síðustu vikum og mánuðum hafa komið fram áhugaverðar hugmyndir um stofnun háskóla á Keflavíkurflugvelli. Þessar hugmyndir eru í senn raunhæfar og áhugaverðar og gefa tilefni til bjartsýni um framtíð fyrrum varnarsvæðis.
Miklu áfalli mætt með vilja og bjartsýni
Sú ákvörðun Bandaríkjamanna að fara burt með herafla sinn frá Íslandi síðasta sumar var vissulega ekki mjög óvænt en hins vegar kom á óvart hversu fyrirvaralítil sú ákvörðun var og að hún var tekin án samráðs við íslensk stjórnvöld. Með ákvörðun sinni voru 900 störf sem áður voru á forræði Bandaríkjamanna lögð niður en í staðin komu um 200 störf sem nú eru innan vébanda Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli. Alls voru því um 700 störf sem lögðust af og þar af voru Suðurnesjamenn sem gengdu um 500 þeirra.
Óhætt er að segja að viðmót og viðbrögð Suðurnesjamanna við þessu áfalli hafi vakið athygli og aðdáun margra landsmanna en uppsögnum var mætt með yfirvegun, æðruleysi og rósemi þrátt fyrir að margir hafi þurft tímabundið að finna sér nýjan starfsvettvang og taka lægra launuð störf en áður hafði verið.
Tækifærin eru til staðar
Um leið og fjöldi starfa hurfu með varnarliðinu opnuðust einnig ný tækifæri. Fjölmargar byggingar innan varnarsvæðisins gefa tækifæri til nýrra atvinnutækifæra og uppbyggingar atvinnu og starfa sem geta veitt Suðurnesjamönnum góð og vel launuð störf til framtíðar. Mikilvægt er þó að stíga varlega til jarðar og íhuga vandlega hvaða verkefni eru áhugaverð og uppbyggileg til lengri tíma fyrir svæðið sem heild.
Áhugaverðar háskólahugmyndir
Fljótlega eftir tilkynningu Bandaríkjamanna um brottför sína kviknuðu hugmyndir um stofnun háskóla á fyrrum varnarsvæði. Reyndar höfðu hugmyndir um slíkt komið fram oft áður en voru fyrst tækar til umræðu eftir að ákvörðun Bandaríkjamanna lá fyrir. Í samvinnu einkaaðila og sveitarstjórnarmanna á Suðurnesjum eru þessar hugmyndir nú orðnar vel þróaðar og langt á veg komnar þannig að líkur eru á að þær geti orðið að veruleika. Öruggt er að stofnun háskólasamfélags á Keflavíkurflugvelli mun verða samfélaginu vítamínsprauta bæði atvinnulega sem og í menntalegu tilliti. Slík fordæmi höfum við m.a. á Akureyri. Innan Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi er fullur vilji til þess að vinna þessum hugmyndum um háskólasamfélag brautargengi.
Önnur verkefni
Á síðustu vikum hafa fjölmargir sett sig í samband við Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf. og líst áhuga sínum á nýtingu bygginga á varnarsvæðinu til atvinnuuppbyggingar á Suðurnesjum. Margir þeirra aðila væru að koma nýir inn á svæðið og myndu þar af leiðandi skapa ný atvinnutækifæri og nýja möguleika fyrir Suðurnesjamenn. Þessi tækifæri þurfum við að skoða með yfirvegun og varfærni og velja úr þá kosti sem vænlegastir geta talist til framtíðar litið. Ég veit að stjórnendur Þróunarfélagsins eru vel til þess fallnir að gæta í senn hagsmuna almennings sem og hagsmuna Suðurnesjamanna við ráðstöfun þeirra eigna sem nýttar verða til framtíðar atvinnuuppbyggingar á Keflavíkurflugvelli.
Árni M. Mathiesen
Höfundur er fjármálaráðherra
Miklu áfalli mætt með vilja og bjartsýni
Sú ákvörðun Bandaríkjamanna að fara burt með herafla sinn frá Íslandi síðasta sumar var vissulega ekki mjög óvænt en hins vegar kom á óvart hversu fyrirvaralítil sú ákvörðun var og að hún var tekin án samráðs við íslensk stjórnvöld. Með ákvörðun sinni voru 900 störf sem áður voru á forræði Bandaríkjamanna lögð niður en í staðin komu um 200 störf sem nú eru innan vébanda Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli. Alls voru því um 700 störf sem lögðust af og þar af voru Suðurnesjamenn sem gengdu um 500 þeirra.
Óhætt er að segja að viðmót og viðbrögð Suðurnesjamanna við þessu áfalli hafi vakið athygli og aðdáun margra landsmanna en uppsögnum var mætt með yfirvegun, æðruleysi og rósemi þrátt fyrir að margir hafi þurft tímabundið að finna sér nýjan starfsvettvang og taka lægra launuð störf en áður hafði verið.
Tækifærin eru til staðar
Um leið og fjöldi starfa hurfu með varnarliðinu opnuðust einnig ný tækifæri. Fjölmargar byggingar innan varnarsvæðisins gefa tækifæri til nýrra atvinnutækifæra og uppbyggingar atvinnu og starfa sem geta veitt Suðurnesjamönnum góð og vel launuð störf til framtíðar. Mikilvægt er þó að stíga varlega til jarðar og íhuga vandlega hvaða verkefni eru áhugaverð og uppbyggileg til lengri tíma fyrir svæðið sem heild.
Áhugaverðar háskólahugmyndir
Fljótlega eftir tilkynningu Bandaríkjamanna um brottför sína kviknuðu hugmyndir um stofnun háskóla á fyrrum varnarsvæði. Reyndar höfðu hugmyndir um slíkt komið fram oft áður en voru fyrst tækar til umræðu eftir að ákvörðun Bandaríkjamanna lá fyrir. Í samvinnu einkaaðila og sveitarstjórnarmanna á Suðurnesjum eru þessar hugmyndir nú orðnar vel þróaðar og langt á veg komnar þannig að líkur eru á að þær geti orðið að veruleika. Öruggt er að stofnun háskólasamfélags á Keflavíkurflugvelli mun verða samfélaginu vítamínsprauta bæði atvinnulega sem og í menntalegu tilliti. Slík fordæmi höfum við m.a. á Akureyri. Innan Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi er fullur vilji til þess að vinna þessum hugmyndum um háskólasamfélag brautargengi.
Önnur verkefni
Á síðustu vikum hafa fjölmargir sett sig í samband við Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf. og líst áhuga sínum á nýtingu bygginga á varnarsvæðinu til atvinnuuppbyggingar á Suðurnesjum. Margir þeirra aðila væru að koma nýir inn á svæðið og myndu þar af leiðandi skapa ný atvinnutækifæri og nýja möguleika fyrir Suðurnesjamenn. Þessi tækifæri þurfum við að skoða með yfirvegun og varfærni og velja úr þá kosti sem vænlegastir geta talist til framtíðar litið. Ég veit að stjórnendur Þróunarfélagsins eru vel til þess fallnir að gæta í senn hagsmuna almennings sem og hagsmuna Suðurnesjamanna við ráðstöfun þeirra eigna sem nýttar verða til framtíðar atvinnuuppbyggingar á Keflavíkurflugvelli.
Árni M. Mathiesen
Höfundur er fjármálaráðherra