Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Mánudagur 5. maí 2003 kl. 19:23

Hart tekist á um heilbrigðismál í kosningaþætti Stöðvar 2

Í kosningaþætti sem nú er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 þar sem oddvitar stjórnmálaflokka í Suðurkjördæmi ræða stefnumál flokka sinna var hart tekist á um heilbrigðismál. Árni Ragnar Árnason sjálfstæðisflokki sagði að hann teldi að heilbrigðisráðuneytið hefði brugðist í lausn þeirrar deilu sem uppi hefur verið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra varði heilbrigðisráðherra og ráðuneytið og sagði heilbrigðisráðherra hafa beitt sér af fullum þunga í lausn deilunnar. Frambjóðendur annarra flokka og framboða gagnrýndu heilbrigðiskerfið einnig og sagði Kristján Pálsson að eitt af stefnumálum T-listans væri að heilbrigðisstofnun Suðurnesja yrði flutt til sveitarfélaganna á Suðurnesjum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024