Harma stöðu kjaraviðræðna
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti ályktun um stöðu stöðu kjaraviðræðna tónlistarskólakennara og annarra stétta sem er ósamið við.„Bæjarstjórn Reykjanesbæjar harmar stöðu kjaraviðræðna tónlistarskólakennara og annarra stétta sem er ósamið við og Launanefndar sveitarfélaganna. Ekkert virðist hafa þokast í átt til samkomulags á þeim tíma sem viðræður hafa staðið og nú eru liðnar liðlega fjórar vikur, þar sem tónlistarkennsla og starfsemi henni tengd hafa legið niðri. Viðurkennt er að tónlistarnám hefur ekki einungis menningarlegt gildi fyrir samfélagið í heild, heldur hefur það einnig og ekki síður mikilvægt forvarnargildi fyrir börn og unglinga. Það er því að okkar mati mikil áhætta fólgin í því að draga samningagerð á langinn. Við hvetjum því samningsaðila til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að leysa deiluna“. Undir þetta skrifa allir bæjarfulltrúar Reykjanesbæjar
Sveindís Valdimarsdóttir, Skúli Þ. Skúlason, Kristján Gunnarsson,Ólafur Thordersen, Böðvar Jónsson, Jóhann Geirdal,
Ellert Eiríksson, Þorsteinn Árnason, Björk Guðjónsdóttir, Steinþór Jónsson, Gunnar Oddsson.
Sveindís Valdimarsdóttir, Skúli Þ. Skúlason, Kristján Gunnarsson,Ólafur Thordersen, Böðvar Jónsson, Jóhann Geirdal,
Ellert Eiríksson, Þorsteinn Árnason, Björk Guðjónsdóttir, Steinþór Jónsson, Gunnar Oddsson.