Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Harma ósanngjarna umræðu um sundstarfið í Reykjanesbæ
Miðvikudagur 3. júlí 2013 kl. 14:27

Harma ósanngjarna umræðu um sundstarfið í Reykjanesbæ

Ályktun foreldrafundar sundmanna ÍRB 2. júlí 2013.

Fundur foreldra sundmanna, sem æfa undir stjórn  yfirþjálfara Sundráðs ÍRB, haldinn 2. júlí 2013 ályktar eftirfarandi.

Fundarmenn harma þann ágreining sem fram hefur komið milli Sundráðs ÍRB og yfirþjálfara annarsvegar og tiltekins sundmanns og foreldra sundmanns hinsvegar. Ljóst má vera að þetta mál er erfitt fyrir alla aðila. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Jafnframt álykta fundarmenn einróma að formaður, stjórn og yfirþjálfari ÍRB, auk stjórnar sunddeildar Keflavíkur, njóta fyllsta trausts og stuðnings til áframhaldandi setu og starfa. Allir fundarmenn lýsa yfir að þeir hafi ekki orðið þess vísir sjálfir, eða í gegnum börn sín, að nokkurt einelti hafi átt sér stað af hálfu yfirþjálfara, þvert á móti einkennist sundstarfið af gleði, ánægju og samvinnu.

Einnig harma fundarmenn ósanngjarna umræðu um sundstarfið í Reykjanesbæ í fjölmiðlum síðustu daga. Fundarmenn hefðu miklu frekar kosið að sjá verðskuldaða umfjöllun um glæsilegan árangur sem náðst hefur. Sundlið ÍRB vann flest verðlaun á nýafstöðnu Unglingameistaramóti Íslands og eru nýkrýndir Aldursflokkameistarar Íslands auk þess sem yfirþjálfari Sundráðs ÍRB hefur verið kosinn unglingaþjálfari Íslands síðustu 2 árin.

Til fundarins var boðað af hálfu foreldra sundmanna. Á fundinn mættu fulltrúar 80% sundmanna.