Harður jarðskjálfti - upplýsingamiðlun alltof áfátt
Hann var nokkuð harður, jarðskjálftakippurinn sem varð um klukkan hálf þrjú í dag. Sjálfur sat ég og undirbjó mig fyrir þingfund á skrifstofu minni á þriðju hæð í gamla timburhúsinu við Vonarstræti gegnt ráðhúsinu í Reykjavík.
Húsið nötraði og skalf í um fimm sekúndur. Drunur heyrðust og mér datt fyrst í hug að mikil sprenging hefði orðið einhvers staðar í nágrenninu. Síðan rifjaðist upp fyrir mér að þessi skjálfti og drunurnar sem fylgdu, hefði verið svipað því og ég upplifði þegar Suðurlandsskjálftarnir riðu yfir í júní árið 2000. Þá var ég staddur á Akranesi. Eins og við vitum varð þá mikið tjón á Suðurlandi, og mildi að ekki fór verr.
Eitt af mínum fyrstu viðbrögðum eftir sjálftan í dag var að kveikja á sjónvarpi og útvarpi og stilla á sjónvarp RUV og rás 1 á útvarpinu, en það er sú rás sem ég hlusta yfirleitt á þegar opið er fyrir útvarp hér á skrifstofunni. Um leið og ég beið eftir því að fréttir kæmu á þessum rásum reyndi ég að afla upplýsinga um hvað gerst hefið. Hringja heim til að athuga hvort allt væri í lagi, og leita frétta á netinu. Netið virkaði mjög hægt. Mér datt í hug að jarðskjálftinn hefði verið svo alvarlegur að netsamband hefði dottið út, en vonaði að skýringin væri sú að þess að umferðin var svo mikil um fréttanetþjóna þar sem fólk var eins og ég að reyna að afla sér upplýsinga um hvað gerst hefði.
Það var ekki fyrr en um kortér var liðið frá skjáltanum, að ég fékk fyrstu fréttir af því sem gerst hafði. Þá hafði ég gefist upp á því að bíða eftir upplýsingum á sjónvarpsrás RUV og stillt yfir á sjónvarpsfréttastöð NFS. Þar voru þá að fara í loftið greinargóðar fréttir af því sem gerst hafði. Tveir fréttamenn fóru yfir það sem vitað var í stöðunni, og sýndu kort með upptökum skjálftans. Þetta var jarðskjálfti tæp 5,0 á Richter og upptökin um átta kílómetrum austur af Krísuvík á Reykanesi. Á Rás 1 í Ríkisútvarpinu var engar fréttir að hafa. Bara sinfóníuflutningur, einsöngur og fiðlusarg út í eitt.
Nú veit ég að Rás 2 flutti einhverjar upplýsingar um gang mála á milli 14:30 til 15:00 en það er bara alls ekki nóg þegar svona er. Það er fullt af fólki sem hlustar ekki á þá rás, til að mynda eldra fólk sem hefur kannski ekki heldur aðgang að öðrum fjölmiðlum. Og hvers vegna kom ekkert á sjónvarpsskjáinn, þó ekki væri nema einföld textafrétt sem rúllaði yfir skjáinn? Þar var bara stillimynd......
Minnugur þess sem gerðist í júni árið 2000 þegar Suðurlandsskjálftarnir urðu og vitandi um þann langvarandi ótta sem þeir hafa skapað, þá fannst mér undarlegt að Ríkisútvarpið hefði ekki brugðist við með skilvirkari hætti nú og upplýst á öllum tiltækum rásum hvað hefði gerst. Það hlýtur að vera alvarlegt mál þegar svona snarpur jarðskjálfti verður á eldfjallasvæði í grennd við þéttbýlustu svæði landsins. Óvissan er kannski það sem er það versta. Það er ekki nóg að sérfræðingar viti að lítil sem engin hætta sé á ferðum og ekki sé vitað um tjón. Það verður líka að koma þeim upplýsingum sem fyrst út til fólksins sem bíður jafnvel í óvissu um hvort hér hafi orðið meiriháttar náttúruhamfarir í grennd við höfuðborgarsvæðið.
Mig grunar að mörgum hafi nefnilega orðið mjög hverft við í dag,og það voru mjög óþægilegar þær alltof mörgu mínútur sem liðu án þess að hægt væri að átta sig á því hvað hér var á ferðinni. Ég ætla ekki einu sinni að reyna að ímynda mér hvað fólk hefur hugsað til að mynda á Suðurnesjum eða austur í Ölfusi. Né heldur það fólk sem býr á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni þess, eða vinnur þar og á ástvini og fjölskyldur á þessum svæðum.
Klukkan 15:00 hófst þingfundur á því að þingmenn gátu borið fram fyrirspurnir til ráðherra. Mér fannst eðlilegt að spyrja Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra að því hvort ekki væri fyrir hendi nein aðgerðaáætlun í landinu til að koma upplýsingum strax út til fólks þegar svona atburðir yrðu, þannig að almenningur þyrfti ekki að búa við þann ótta sem fylgir óvissunni. Benti ég á margumtalað öryggishlutverk Ríkisútvarpsins í því sambandi.
Forsætisráðherrann kom af fjöllum og vissi ekki einu sinni að það hefði orðið mjög snarpur jarðskjálfti á eldfjallasvæðum hér á Suðvesturhorninu. Hann vissi ekkert um slíka aðgerðaáætlun og gat bara sagt að það ætti að hringja í hann og láta hann vita ef eitthvað hættulegt væri að gerast.
Ég hélt að stjórnvöld hefðu lært eitthvað af Suðurlandsskjálftanum sumarið 2000, þegar miðlun upplýsinga til almennings er annars vegar þegar svona atburðir verða. Ekki er að sjá að svo sé, og í dag féllu menn á prófinu.
Þegar svona er, þá er ekki von á góðu. Þetta má ekki gerast aftur, því hér er mikil alvara á ferðum.
Fréttir af því að öllu sé óhætt þegar stór jarðskjálfti verður á virku eldfjallasvæði í grennd við þéttbýlustu svæði landsins eru nefnilega líka fréttir.
Reyndar stórfréttir, og full ástæða til að rjúfa útsendingar á öllum rásum Ríkisútvarpsins og flytja þær fréttir til fólksins þegar þetta gerist.
Þarf eitthvað að deila um það?
Magnús Þór Hafsteinsson,
formaður þingflokks Frjálslynda flokksins og 9. þingmaður Suðurkjördæmis.
Húsið nötraði og skalf í um fimm sekúndur. Drunur heyrðust og mér datt fyrst í hug að mikil sprenging hefði orðið einhvers staðar í nágrenninu. Síðan rifjaðist upp fyrir mér að þessi skjálfti og drunurnar sem fylgdu, hefði verið svipað því og ég upplifði þegar Suðurlandsskjálftarnir riðu yfir í júní árið 2000. Þá var ég staddur á Akranesi. Eins og við vitum varð þá mikið tjón á Suðurlandi, og mildi að ekki fór verr.
Eitt af mínum fyrstu viðbrögðum eftir sjálftan í dag var að kveikja á sjónvarpi og útvarpi og stilla á sjónvarp RUV og rás 1 á útvarpinu, en það er sú rás sem ég hlusta yfirleitt á þegar opið er fyrir útvarp hér á skrifstofunni. Um leið og ég beið eftir því að fréttir kæmu á þessum rásum reyndi ég að afla upplýsinga um hvað gerst hefið. Hringja heim til að athuga hvort allt væri í lagi, og leita frétta á netinu. Netið virkaði mjög hægt. Mér datt í hug að jarðskjálftinn hefði verið svo alvarlegur að netsamband hefði dottið út, en vonaði að skýringin væri sú að þess að umferðin var svo mikil um fréttanetþjóna þar sem fólk var eins og ég að reyna að afla sér upplýsinga um hvað gerst hefði.
Það var ekki fyrr en um kortér var liðið frá skjáltanum, að ég fékk fyrstu fréttir af því sem gerst hafði. Þá hafði ég gefist upp á því að bíða eftir upplýsingum á sjónvarpsrás RUV og stillt yfir á sjónvarpsfréttastöð NFS. Þar voru þá að fara í loftið greinargóðar fréttir af því sem gerst hafði. Tveir fréttamenn fóru yfir það sem vitað var í stöðunni, og sýndu kort með upptökum skjálftans. Þetta var jarðskjálfti tæp 5,0 á Richter og upptökin um átta kílómetrum austur af Krísuvík á Reykanesi. Á Rás 1 í Ríkisútvarpinu var engar fréttir að hafa. Bara sinfóníuflutningur, einsöngur og fiðlusarg út í eitt.
Nú veit ég að Rás 2 flutti einhverjar upplýsingar um gang mála á milli 14:30 til 15:00 en það er bara alls ekki nóg þegar svona er. Það er fullt af fólki sem hlustar ekki á þá rás, til að mynda eldra fólk sem hefur kannski ekki heldur aðgang að öðrum fjölmiðlum. Og hvers vegna kom ekkert á sjónvarpsskjáinn, þó ekki væri nema einföld textafrétt sem rúllaði yfir skjáinn? Þar var bara stillimynd......
Minnugur þess sem gerðist í júni árið 2000 þegar Suðurlandsskjálftarnir urðu og vitandi um þann langvarandi ótta sem þeir hafa skapað, þá fannst mér undarlegt að Ríkisútvarpið hefði ekki brugðist við með skilvirkari hætti nú og upplýst á öllum tiltækum rásum hvað hefði gerst. Það hlýtur að vera alvarlegt mál þegar svona snarpur jarðskjálfti verður á eldfjallasvæði í grennd við þéttbýlustu svæði landsins. Óvissan er kannski það sem er það versta. Það er ekki nóg að sérfræðingar viti að lítil sem engin hætta sé á ferðum og ekki sé vitað um tjón. Það verður líka að koma þeim upplýsingum sem fyrst út til fólksins sem bíður jafnvel í óvissu um hvort hér hafi orðið meiriháttar náttúruhamfarir í grennd við höfuðborgarsvæðið.
Mig grunar að mörgum hafi nefnilega orðið mjög hverft við í dag,og það voru mjög óþægilegar þær alltof mörgu mínútur sem liðu án þess að hægt væri að átta sig á því hvað hér var á ferðinni. Ég ætla ekki einu sinni að reyna að ímynda mér hvað fólk hefur hugsað til að mynda á Suðurnesjum eða austur í Ölfusi. Né heldur það fólk sem býr á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni þess, eða vinnur þar og á ástvini og fjölskyldur á þessum svæðum.
Klukkan 15:00 hófst þingfundur á því að þingmenn gátu borið fram fyrirspurnir til ráðherra. Mér fannst eðlilegt að spyrja Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra að því hvort ekki væri fyrir hendi nein aðgerðaáætlun í landinu til að koma upplýsingum strax út til fólks þegar svona atburðir yrðu, þannig að almenningur þyrfti ekki að búa við þann ótta sem fylgir óvissunni. Benti ég á margumtalað öryggishlutverk Ríkisútvarpsins í því sambandi.
Forsætisráðherrann kom af fjöllum og vissi ekki einu sinni að það hefði orðið mjög snarpur jarðskjálfti á eldfjallasvæðum hér á Suðvesturhorninu. Hann vissi ekkert um slíka aðgerðaáætlun og gat bara sagt að það ætti að hringja í hann og láta hann vita ef eitthvað hættulegt væri að gerast.
Ég hélt að stjórnvöld hefðu lært eitthvað af Suðurlandsskjálftanum sumarið 2000, þegar miðlun upplýsinga til almennings er annars vegar þegar svona atburðir verða. Ekki er að sjá að svo sé, og í dag féllu menn á prófinu.
Þegar svona er, þá er ekki von á góðu. Þetta má ekki gerast aftur, því hér er mikil alvara á ferðum.
Fréttir af því að öllu sé óhætt þegar stór jarðskjálfti verður á virku eldfjallasvæði í grennd við þéttbýlustu svæði landsins eru nefnilega líka fréttir.
Reyndar stórfréttir, og full ástæða til að rjúfa útsendingar á öllum rásum Ríkisútvarpsins og flytja þær fréttir til fólksins þegar þetta gerist.
Þarf eitthvað að deila um það?
Magnús Þór Hafsteinsson,
formaður þingflokks Frjálslynda flokksins og 9. þingmaður Suðurkjördæmis.