Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Happasúpa hjá VG
Föstudagur 13. apríl 2007 kl. 16:47

Happasúpa hjá VG

Vinstri Grænir í Suðurkjördæmi munu bjóða upp á Happasúpu í tilefni dagsins (föstudagurinn 13.) í kosningaskrifstofu sinni í Reykjanesbæ í kvöld.

Þar er súpan á 500 kr. Húsið opnar kl. 19 og er opið fram eftir kvöldi eftir því sem stemmningin býður upp á.

Ragnheiður Eríksdóttir, sem vermir 3. sætið á framboðslista VG, ber veg og vanda af þessari uppákomu, en hún fór á milli verslana í bænum, þ.e. Bónus, Kaskó og 10-11, og fékk gefins til súpugerðarinnar útlitsgallað grænmeti, sem hefði ekki komist í hillurnar þrátt fyrir að vera stráheilt að öðru leyti.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024