Hann er á leiðinni
Þær fregnir berast núna að Geir H. Haarde utanríkisráðherra hefur boðað komu sína til Suðurnesja og það sem meira er, hann ætlar ekki bara hitta innvígða og innmúraða sjálfstæðismenn heldur ætlar hann einnig að hitta starfsfólk varnarliðsins og er það vel.
Þegar að fregnir af brottför varnarliðsins bárust í marslok þá sást ekki mikið til utanríkisráðherra á Suðurnesjum og segja mér sjálfstæðismenn í Reykjanebæ að athygli hafi vakið hjá hans eigin flokksmönnum að hann, einn ráðherra flokksins, hafi ekki heimsótt stjórnmálaskóla flokkksins sem þá var í fullum gangi í Reykjanesbæ. Eina heimsókn Geirs til Suðurnesja á þeim tíma var stuttur fundur með bæjarstjórnarmönnum þar sem grein var gerð fyrir stöðu mála.
Opinberi vettvangurinn sem ráðherrann valdi til að úttala sig um þetta reiðarslag fyrir okkur Suðurnesjamenn, sem væntanleg brottför hersins tvímælalaust er, var laugardagsfundur í Valhöll í Reykjavík, haldinn í öruggri fjarlægð frá áhyggjufullum Suðurnesjamönnun sem gætu krafið ráðherrann svara og kallað hann til ábyrgðar, fundur þar sem ráðherrann var umkringdur innmúruðum viðhlægjendum. Fundur þessi er einna helst eftirminnilegastur fyrir að það að á honum sagði hæstvirtur utanríkisráðherra einn ósmekklegasta brandara sem um getur í síðari tímastjórnmálasögu Íslands, reyndar við mikinn hlátur samflokksmanna sinna.
Vond reynsla sjálfstæðismanna af Stapafundum
Þá var Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra maður meiri því hann brást við sem alvöru leiðtogi á erfiðum tímum og efndi til gagnslegs opins fundar í Stapa þar sem hann fór yfir stöðuna og reifaði næstu skref í stöðunni. Forsætisráðherra tók við spurningum áhyggjufullra Suðurnesjamanna keikur í pontu og svarði eftir bestu getu.
Það getur verið að sporin hafi hrætt utanríkisráðherra og Árna Sigfússon frá því að halda opinn fund með Suðurnesjamönnum um málefni varnarliðsins þar sem ráðherrann og bæjarstjórinn yrðu að svara fyrir andvaraleysi sitt, því svo virðist að allir hafi gert sér grein fyrir því að samdrátturinn á vellinum myndi að lokum leiða til brottfarar varnarliðsins nema kannski forysta Sjálfstæðisflokksins á landsvísu og í Reykjanesbæ.
Reyndar hefur Árni Sigfússon bæjarstjóri ekki góða reynslu af opnum fundum í Stapa þar sem málefni varnarliðsins bera á góma. Eins sást og heyrðist greinilega í Stapanum fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningnar þá hættir bæjarstjóranum til þess að lofa því sem hann hefur ekki í sínu valdi að efna eins og það loforð hans að varnarliðið færi ekki af landi brott meðan hann væri bæjarstjóri. Ekki var það innistæðumikið eða ábyrgt loforð! Skyldi það sama eiga við loforðin í nýútkomnum glansbæklingi sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ?
Eysteinn Eyjólfsson
Formaður Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ og frambjóðandi A-listans
Þegar að fregnir af brottför varnarliðsins bárust í marslok þá sást ekki mikið til utanríkisráðherra á Suðurnesjum og segja mér sjálfstæðismenn í Reykjanebæ að athygli hafi vakið hjá hans eigin flokksmönnum að hann, einn ráðherra flokksins, hafi ekki heimsótt stjórnmálaskóla flokkksins sem þá var í fullum gangi í Reykjanesbæ. Eina heimsókn Geirs til Suðurnesja á þeim tíma var stuttur fundur með bæjarstjórnarmönnum þar sem grein var gerð fyrir stöðu mála.
Opinberi vettvangurinn sem ráðherrann valdi til að úttala sig um þetta reiðarslag fyrir okkur Suðurnesjamenn, sem væntanleg brottför hersins tvímælalaust er, var laugardagsfundur í Valhöll í Reykjavík, haldinn í öruggri fjarlægð frá áhyggjufullum Suðurnesjamönnun sem gætu krafið ráðherrann svara og kallað hann til ábyrgðar, fundur þar sem ráðherrann var umkringdur innmúruðum viðhlægjendum. Fundur þessi er einna helst eftirminnilegastur fyrir að það að á honum sagði hæstvirtur utanríkisráðherra einn ósmekklegasta brandara sem um getur í síðari tímastjórnmálasögu Íslands, reyndar við mikinn hlátur samflokksmanna sinna.
Vond reynsla sjálfstæðismanna af Stapafundum
Þá var Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra maður meiri því hann brást við sem alvöru leiðtogi á erfiðum tímum og efndi til gagnslegs opins fundar í Stapa þar sem hann fór yfir stöðuna og reifaði næstu skref í stöðunni. Forsætisráðherra tók við spurningum áhyggjufullra Suðurnesjamanna keikur í pontu og svarði eftir bestu getu.
Það getur verið að sporin hafi hrætt utanríkisráðherra og Árna Sigfússon frá því að halda opinn fund með Suðurnesjamönnum um málefni varnarliðsins þar sem ráðherrann og bæjarstjórinn yrðu að svara fyrir andvaraleysi sitt, því svo virðist að allir hafi gert sér grein fyrir því að samdrátturinn á vellinum myndi að lokum leiða til brottfarar varnarliðsins nema kannski forysta Sjálfstæðisflokksins á landsvísu og í Reykjanesbæ.
Reyndar hefur Árni Sigfússon bæjarstjóri ekki góða reynslu af opnum fundum í Stapa þar sem málefni varnarliðsins bera á góma. Eins sást og heyrðist greinilega í Stapanum fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningnar þá hættir bæjarstjóranum til þess að lofa því sem hann hefur ekki í sínu valdi að efna eins og það loforð hans að varnarliðið færi ekki af landi brott meðan hann væri bæjarstjóri. Ekki var það innistæðumikið eða ábyrgt loforð! Skyldi það sama eiga við loforðin í nýútkomnum glansbæklingi sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ?
Eysteinn Eyjólfsson
Formaður Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ og frambjóðandi A-listans