Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Þriðjudagur 3. september 2002 kl. 20:43

Handverk og hönnun í Keflavík á Ljósanótt

HANDVERK OG HÖNNUN hefur nú í sumar og mun áfram í haust og vetur ferðast um landið með forvitnilega sýningu. Hún byggir á fimm sýningum sem HANDVERK OG HÖNNUN hélt í sýningarsal sínum í Aðalstræti 12 á síðasta ári. Verkefnið HANDVERK OG HÖNNUN hlaut Menningarverðlaun DV 2002 í listhönnun fyrir þessar sýningar. Fimmtudaginn 5. september opnar sýningin í Reykjanesbæ í tengslum við árlegan menningarviðburð í bænum þ.e. Ljósanótt.Sýningin er haldin í Framsóknarhúsinu, Hafnargötu 62 og mun standa til 15. september og er opið alla daga frá kl. 13.00 til 17.00
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024