Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Hagsmunasamtök heimilanna koma í heimsókn
Þriðjudagur 16. júní 2009 kl. 18:04

Hagsmunasamtök heimilanna koma í heimsókn

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og eru frjáls hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu.

Tilgangur samtakanna er að veita fólkinu í landinu möguleika til að sameinast um og að taka þátt í að verja hagsmuni heimilanna með þátttöku sinni og hafa  m.a. að markmiði að knýja fram leiðréttingu verðtryggðra og erlendra lána og jafna ábyrgð mill lántakenda og lánveitenda.

Kynningafundurinn verður haldinn í Frumleikhúsinu fimmtudaginn 18. júní n.k. kl. 20.

Það er von mín að sem flestir sjái sér fært um að mæta og kynna sér markmið samtakanna.
Skoðið endilega heimasíðu þeirra  http://www.heimilin.is/varnarthing/

Laufey A. Kristjánsdóttir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024