Hagræðing innan kerfisins
Mig hefur lengi langað til að sjá þátt launþegahreyfinganna verða meiri og stærri í atvinnulífinu en nú er. Mörg vandamál eru enn óleyst sem snerta launþegann, t.d. að tryggja fólki vinnu til ellilífeyrisáranna, álagsmælingar séu gerðar frá heilsufarslegu sjónarhorni til handa starfsmönnum á vinnustað, aðstoð veitt í lögfræðimálum er snerta heimilin, boðið sé upp á ráðgjöf fyrir skuldsetta svo eitthvað sé nefnt. Ég hef oft leitt hugann að því hvernig hægt væri að ná fram betri árangri án teljandi breytinga og við þær vangaveltur varð eftirfarandi hugmynd til:
Í stað þess að sækja um vinnu hjá atvinnurekanda, væri sótt um vinnu hjá launþegafélagi, skrifað á umsókn til hvaða starfa þekkingin eða færnin næði, að félagið hefði í sínum höndum að útvega það vinnuafl sem atvinnulífið þarfnaðist. Hér er ég ekki að segja að einstaklingnum væri óheimilt að leita sér vinnu eftir öðrum leiðum. Ráðningarsamningurinn væri í höndum fagaðila viðkomandi félags. Atvinnurekandinn færði reglulega inn öll laun og launatengd gjöld í gagnagrunn tengdan netinu varðandi starfsmanninn. (Ég sé fyrir mér forrit í líkingu við það sem skatturinn notar við framtal einstaklinga á netinu.) Upplýsingarnar lægju strax fyrir og auðveldaði eftirlit aðila, launþeginn væri laus við áhyggjur hvort opinber gjöld, meðlög og lífeyrisgreiðslur skiluðu sér. Og ef hann missti vinnuna t.d. vegna samdráttar væri félagið búið að koma honum í sjálfvirka skráningu á atvinnuleysisbætur, um leið. Óskiljanleg pappírshlaup út um allan bæ við skráningu og eftir skráningu hjá svæðismiðlunum væri liðin tíð, þær stofnanir yrðu einfaldlega lagðar niður og fjármunirnir sem við það spöruðust notaðir til nýsköpunar. Þessar skrár launþegahreyfinganna, gagnagrunnurinn, um starfsmennina væru flokkaðar eftir stöðu og stétt og síðan undirflokkar frá hverju félagi, t.d. verkalýðsfélög myndi aðgreina byggingarverkamenn frá fiskvinnslufólki og svo frv. Atvinnurekandinn gæti gengið beint að skrá um félagsmenn á því sviði sem honum vantaði til starfa. Ef tímabundinn samdráttur, vinna félli niður eða hálfdagsvinna í nokkra daga, yrði hjá fyrirtæki fengi launþeginn senda ávísun sem tryggði lágmarksdaglaun í samræmi við launataxta hans félags. Minni áhyggjur, jafnari tekjur og lánsfé án dráttarvaxta yrði niðurstaðan. Þegar svo sterk staða launþegahreyfinganna yrði að veruleika, væri svört vinna hvergi finnanleg og þeir sem hefðu lent í vanskilum með meðlagsgreiðslur væri nú vandi á höndum. Þar sem ofanritað myndi leiða til góðra skila á meðlagskröfum, væri hægt að koma betur til móts við þann hóp, en fyrst yrði að breyta lögum. Meðlagið yrði að vera að fullu frádráttarbært til skatts. Innheimtustofnun Sveitarfélaga gæti þá lækkað innheimtuhlutfall sitt úr 75% í 30% af launatekjum. Litið væri sérstaklega til ábyrgra feðra sem borguðu meðlag með 3 börnum. Þörf á félagslegri aðstoð fyrir þá sem misst hefðu flugið í lífsbaráttunni, kæmi strax í ljós og hægt væri að bregðast við aðstæðum á mun markvissari hátt en áður. Viðkomandi biði ekki umkomulaus í aðstæðum sínum, um hann væri vitað á fyrstu stigum (t.d. minnkandi áhugi hans á vinnu) og brugðist við af þeim sem málið varðaði. Með þessar upplýsingar í höndum væri yfirsýn aðila á málefnum einstaklingsins, getu og færni það ótvíræð að hægur vandi væri fyrir launþegahreyfingarnar í samkomulagi við atvinnurekendur að hliðra svo til að þeir sem eldri væru og slitnari byðust léttari störfin innan fyrirtækjanna.
Sú hagræðing ein myndi spara stórar upphæðir í heilbrigðiskerfinu.
Konráð K. Björgólfsson
Í stað þess að sækja um vinnu hjá atvinnurekanda, væri sótt um vinnu hjá launþegafélagi, skrifað á umsókn til hvaða starfa þekkingin eða færnin næði, að félagið hefði í sínum höndum að útvega það vinnuafl sem atvinnulífið þarfnaðist. Hér er ég ekki að segja að einstaklingnum væri óheimilt að leita sér vinnu eftir öðrum leiðum. Ráðningarsamningurinn væri í höndum fagaðila viðkomandi félags. Atvinnurekandinn færði reglulega inn öll laun og launatengd gjöld í gagnagrunn tengdan netinu varðandi starfsmanninn. (Ég sé fyrir mér forrit í líkingu við það sem skatturinn notar við framtal einstaklinga á netinu.) Upplýsingarnar lægju strax fyrir og auðveldaði eftirlit aðila, launþeginn væri laus við áhyggjur hvort opinber gjöld, meðlög og lífeyrisgreiðslur skiluðu sér. Og ef hann missti vinnuna t.d. vegna samdráttar væri félagið búið að koma honum í sjálfvirka skráningu á atvinnuleysisbætur, um leið. Óskiljanleg pappírshlaup út um allan bæ við skráningu og eftir skráningu hjá svæðismiðlunum væri liðin tíð, þær stofnanir yrðu einfaldlega lagðar niður og fjármunirnir sem við það spöruðust notaðir til nýsköpunar. Þessar skrár launþegahreyfinganna, gagnagrunnurinn, um starfsmennina væru flokkaðar eftir stöðu og stétt og síðan undirflokkar frá hverju félagi, t.d. verkalýðsfélög myndi aðgreina byggingarverkamenn frá fiskvinnslufólki og svo frv. Atvinnurekandinn gæti gengið beint að skrá um félagsmenn á því sviði sem honum vantaði til starfa. Ef tímabundinn samdráttur, vinna félli niður eða hálfdagsvinna í nokkra daga, yrði hjá fyrirtæki fengi launþeginn senda ávísun sem tryggði lágmarksdaglaun í samræmi við launataxta hans félags. Minni áhyggjur, jafnari tekjur og lánsfé án dráttarvaxta yrði niðurstaðan. Þegar svo sterk staða launþegahreyfinganna yrði að veruleika, væri svört vinna hvergi finnanleg og þeir sem hefðu lent í vanskilum með meðlagsgreiðslur væri nú vandi á höndum. Þar sem ofanritað myndi leiða til góðra skila á meðlagskröfum, væri hægt að koma betur til móts við þann hóp, en fyrst yrði að breyta lögum. Meðlagið yrði að vera að fullu frádráttarbært til skatts. Innheimtustofnun Sveitarfélaga gæti þá lækkað innheimtuhlutfall sitt úr 75% í 30% af launatekjum. Litið væri sérstaklega til ábyrgra feðra sem borguðu meðlag með 3 börnum. Þörf á félagslegri aðstoð fyrir þá sem misst hefðu flugið í lífsbaráttunni, kæmi strax í ljós og hægt væri að bregðast við aðstæðum á mun markvissari hátt en áður. Viðkomandi biði ekki umkomulaus í aðstæðum sínum, um hann væri vitað á fyrstu stigum (t.d. minnkandi áhugi hans á vinnu) og brugðist við af þeim sem málið varðaði. Með þessar upplýsingar í höndum væri yfirsýn aðila á málefnum einstaklingsins, getu og færni það ótvíræð að hægur vandi væri fyrir launþegahreyfingarnar í samkomulagi við atvinnurekendur að hliðra svo til að þeir sem eldri væru og slitnari byðust léttari störfin innan fyrirtækjanna.
Sú hagræðing ein myndi spara stórar upphæðir í heilbrigðiskerfinu.
Konráð K. Björgólfsson