Hafnargatan og 400 milljóna "holan"
D-listi sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ hefur á undanförum fjórum árum
leitt bæjarfélagið í gegnum stórkostlegar breytingar. Það kann að
virðast ótrúlegt, en fyrir 4 árum voru milli 30 og 40 verslunarrými
laus við Hafnargötuna. Þessu vildum við sjálfstæðismenn breyta og
eftir stórkostlegar endurbætur á götunni er nú svo komið að ekki
finnst laust verslunarrými við götuna og fjöldi nýrra fyrirtækja
hefur sprottið þar upp.
Annað og ekki eins augljóst dæmi eru framkvæmdirnar í Helguvík.
Einhverjir halda að þar hafi verið grafin 400 milljóna króna "hola"
sem engu hafi skilað. Sem betur fer er ekki svo. Þessi "hola" hefur
orðið til þess að nú er strandlengja Reykjanesbæjar nánast öll hlaðin
grjóti sem ver bæinn fyrir ágangi sjávar, auk þess sem glæsileg
sjóvörn hefur verið byggð fyrir Fitjasvæðið og skapað þar mikla
möguleika til framtíðar. Í öðru lagi hefur þessi "hola" borið af sér
efni til að fylla í lóðir í Helguvík fyrir framtíðariðnaðarsvæði
bæjarins.
Í þriðja lagi er "holan" síðan risastór lóð við
hafnarkantinn í Helguvík sem skapar fjölmörg tækifæri til uppbygginar
á hafnsækinni starfsemi. Þannig hafa verið slegnar þrjár flugur í
einu höggi í sömu framkvæmdinni. Þannig vinnum við sjálfstæðismenn.
Við leggjum áherslu á að búa til grunn fyrir einstaklinga og
fyrirtæki til að vaxa og dafna.
Garðar K. Vilhjálmsson
frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins
leitt bæjarfélagið í gegnum stórkostlegar breytingar. Það kann að
virðast ótrúlegt, en fyrir 4 árum voru milli 30 og 40 verslunarrými
laus við Hafnargötuna. Þessu vildum við sjálfstæðismenn breyta og
eftir stórkostlegar endurbætur á götunni er nú svo komið að ekki
finnst laust verslunarrými við götuna og fjöldi nýrra fyrirtækja
hefur sprottið þar upp.
Annað og ekki eins augljóst dæmi eru framkvæmdirnar í Helguvík.
Einhverjir halda að þar hafi verið grafin 400 milljóna króna "hola"
sem engu hafi skilað. Sem betur fer er ekki svo. Þessi "hola" hefur
orðið til þess að nú er strandlengja Reykjanesbæjar nánast öll hlaðin
grjóti sem ver bæinn fyrir ágangi sjávar, auk þess sem glæsileg
sjóvörn hefur verið byggð fyrir Fitjasvæðið og skapað þar mikla
möguleika til framtíðar. Í öðru lagi hefur þessi "hola" borið af sér
efni til að fylla í lóðir í Helguvík fyrir framtíðariðnaðarsvæði
bæjarins.
Í þriðja lagi er "holan" síðan risastór lóð við
hafnarkantinn í Helguvík sem skapar fjölmörg tækifæri til uppbygginar
á hafnsækinni starfsemi. Þannig hafa verið slegnar þrjár flugur í
einu höggi í sömu framkvæmdinni. Þannig vinnum við sjálfstæðismenn.
Við leggjum áherslu á að búa til grunn fyrir einstaklinga og
fyrirtæki til að vaxa og dafna.
Garðar K. Vilhjálmsson
frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins