Bilakjarninn
Bilakjarninn

Aðsent

Þriðjudagur 8. apríl 2003 kl. 11:03

Hafnargatan endurbyggð

Sá gleðilegi atburður átti sér stað þann 1. apríl s.l. að hafnar voru gagngerar endurbætur á ásýnd Reykjanesbæjar, Hafnargötunni. Hópur verktaka á svæðinu stendur að framkvæmdinni, gerði bæjarstjórninni gott tilboð og ætlar að vinna verkið hratt og örugglega á tveimur árum. Undanfarnar kosningar hafa stjórnmálaflokkar lofað endurbótum Hafnargötunnar og er ánægjulegt að framtakssamir Suðurnesjamenn hafa tekið það að sér að efna 16 ára gamalt loforð Sjálfstæðisflokksins hér í bæ.Reyndar vekur það furðu hversu framkvæmdin bar brátt að, það brátt að aðeins er gert ráð fyrir 30 milljónum í fjárhagsáætlun þessa árs en verkið í heild er talið kosta um 380 milljónir króna. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar fagna framkvæmdinni en benda jafnframt á að með henni er verið að binda verulegan hluta framkvæmdafjár Reykjanesbæjar á kjörtímabilinu.
Samfylkingin í Reykjanesbæ mun, eins og aðrir þjónustuaðilar við Hafnargötuna, umbera þau tímabundnu óþægindi sem af framkvæmdunum verða með bros á vör og býður sem fyrr Suðurnesjamenn velkomna á kosningamiðstöð flokksins að Hafnargötu 25.
Það er alltaf heitt á könnunni hjá okkur.

Eysteinn Eyjólfsson
form. Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ
Bílakjarninn
Bílakjarninn