Hafa skal það er sannara reynist
Í fréttum um 6 mánaða afkomu ríkissjóðs eru taldar upp stofnanir sem standa fjárhagslega illa eftir fyrst 6 mánuði ársins 2012. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) er ekki ein af þeim. Inn í upplýsingarnar vantar fjármagn sem HSS fékk frá velferðarráðuneytinu vegna samnings um hjúkrunarrými, þ.e. 70 m. kr. fyrir tímabilið janúar til júní 2012. Rekstrarafgangur eftir fyrstu 6 mánuði ársins 2012 hjá HSS er því um 10 m. kr.
Sigríður Snæbjörnsdóttir
Forstjóri