Hættulegur sólvarnaráburður?
Hættulegur sólvarnaráburður?
Vegna frétta af sólvarnaráburði með efnum sem geta haft hormónaáhrif
Vísindamenn á rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði við Háskólann í Zürich í Sviss birtu fyrir stuttu í tímaritinu Environmental Health Perspectives niðurstöður úr rannsókn á efnum í sólvarnaráburði.Niðurstaða rannsóknarinnar er að nokkur efni til síunar útfjólublárra geisla í sólvarnaráburði geti haft hormónaáhrif á lífverur og safnast fyrir í þeim. Rannsökuð voru 6 efni og reyndust 3 þeirra hafa hormónaáhrif bæði í tilraunaglösum og í dýratilraunum. Þessi þrjú efni heita:
* 4-methylbenzylidene camphor
* octyl methoxycinnamate
* benzophenone-3
Þegar fram koma upplýsingar af því tagi sem hér um ræðir verða stjórnvöld að meta áhættu fyrir almenning af notkun vörunnar. Hollustuvernd ríkisins hefur mælst til þess að innflutningur og dreifing vörunnar í verslanir verði stöðvuð tímabundið þar til málið hefur verið skoðað betur. Þar sem þessi rannsókn hefur ekki verið staðfest með öðrum rannsóknum telur Hollustuvernd ríkisins ekki þörf á frekari aðgerðum að svo stöddu. Dönsk yfirvöld ganga skrefinu lengra með því að hvetja verslanir til þess að fjarlægja sólvarnaráburð sem inniheldur þessi þrjú efni úr hillum sínum um stundar sakir. Ljóst er að þau efni sem eru til umfjöllunar eru ekki hættuleg við skammtímanotkun heldur er hugsanlega um skaðleg langtímaáhrif að ræða.
Í síðasta hluta rannsóknarinnar var virkasta efnið, þ.e. 4-methylbenzylidene camphor, leyst upp í ólífuolíu. Styrkur þess í olíunni var sambærilegur við leyfilegan styrk í sólvarnaráburði. Sköllóttum rottuungum var síðan dýft í olíuna tvisvar á dag í sex daga. Það sýndi sig að meðhöndlun þessi hafði áhrif á hormónakerfi rottuunganna. Það eru einkum þessar niðurstöður sem valda heilbrigðisyfirvöldum áhyggjum. Í tilkynningu frá Hollustuvernd ríkisins segir m.a: “Rétt er þó að benda fólki á að fyrir börn og viðkvæma einstaklinga svo sem barnshafandi konur er rétt að fara varlega og forðast sólvarnaráburð sem inniheldur 4-methylbenzylidene camphor, en það er það efni sem sýndi mesta virkni í framangreindum rannsóknum.” Tilkynningu Hollustuverndar ríkisins er að finna á heimasíðu Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, www.hes.is.
Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja vill minna fólk á að mikil sólböð án sólvarna geta valdið húðkrabbameini. Fólki er bent á að nota fremur sólvarnaráburð sem innihalda svokölluð endurspeglunarefni t.d. sinkoxíð og títanoxíð.
ALLAR snyrtivörur eiga að vera með tæmandi innihaldslýsingu og getur því almenningur sjálfur gengið úr skugga um hvort sólvarnaráburður innihaldi umrædd efni. Vanmerktar snyrtivörur má tilkynna til Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja.
Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja hefur komið fyrir síðu á upplýsingavef sínum www.hes.is sem er tileinkuð sólvarnarkremum. Einkum er foreldrum smábarna og starfsfólki útsölustaða hvatt til þess að kynna sér þessi mál.
Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja
Vegna frétta af sólvarnaráburði með efnum sem geta haft hormónaáhrif
Vísindamenn á rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði við Háskólann í Zürich í Sviss birtu fyrir stuttu í tímaritinu Environmental Health Perspectives niðurstöður úr rannsókn á efnum í sólvarnaráburði.Niðurstaða rannsóknarinnar er að nokkur efni til síunar útfjólublárra geisla í sólvarnaráburði geti haft hormónaáhrif á lífverur og safnast fyrir í þeim. Rannsökuð voru 6 efni og reyndust 3 þeirra hafa hormónaáhrif bæði í tilraunaglösum og í dýratilraunum. Þessi þrjú efni heita:
* 4-methylbenzylidene camphor
* octyl methoxycinnamate
* benzophenone-3
Þegar fram koma upplýsingar af því tagi sem hér um ræðir verða stjórnvöld að meta áhættu fyrir almenning af notkun vörunnar. Hollustuvernd ríkisins hefur mælst til þess að innflutningur og dreifing vörunnar í verslanir verði stöðvuð tímabundið þar til málið hefur verið skoðað betur. Þar sem þessi rannsókn hefur ekki verið staðfest með öðrum rannsóknum telur Hollustuvernd ríkisins ekki þörf á frekari aðgerðum að svo stöddu. Dönsk yfirvöld ganga skrefinu lengra með því að hvetja verslanir til þess að fjarlægja sólvarnaráburð sem inniheldur þessi þrjú efni úr hillum sínum um stundar sakir. Ljóst er að þau efni sem eru til umfjöllunar eru ekki hættuleg við skammtímanotkun heldur er hugsanlega um skaðleg langtímaáhrif að ræða.
Í síðasta hluta rannsóknarinnar var virkasta efnið, þ.e. 4-methylbenzylidene camphor, leyst upp í ólífuolíu. Styrkur þess í olíunni var sambærilegur við leyfilegan styrk í sólvarnaráburði. Sköllóttum rottuungum var síðan dýft í olíuna tvisvar á dag í sex daga. Það sýndi sig að meðhöndlun þessi hafði áhrif á hormónakerfi rottuunganna. Það eru einkum þessar niðurstöður sem valda heilbrigðisyfirvöldum áhyggjum. Í tilkynningu frá Hollustuvernd ríkisins segir m.a: “Rétt er þó að benda fólki á að fyrir börn og viðkvæma einstaklinga svo sem barnshafandi konur er rétt að fara varlega og forðast sólvarnaráburð sem inniheldur 4-methylbenzylidene camphor, en það er það efni sem sýndi mesta virkni í framangreindum rannsóknum.” Tilkynningu Hollustuverndar ríkisins er að finna á heimasíðu Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, www.hes.is.
Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja vill minna fólk á að mikil sólböð án sólvarna geta valdið húðkrabbameini. Fólki er bent á að nota fremur sólvarnaráburð sem innihalda svokölluð endurspeglunarefni t.d. sinkoxíð og títanoxíð.
ALLAR snyrtivörur eiga að vera með tæmandi innihaldslýsingu og getur því almenningur sjálfur gengið úr skugga um hvort sólvarnaráburður innihaldi umrædd efni. Vanmerktar snyrtivörur má tilkynna til Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja.
Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja hefur komið fyrir síðu á upplýsingavef sínum www.hes.is sem er tileinkuð sólvarnarkremum. Einkum er foreldrum smábarna og starfsfólki útsölustaða hvatt til þess að kynna sér þessi mál.
Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja