Hádegisfundur á Vitanum með Árna Páli
Fimmtudaginn 14. nóvember 2013 kl. 12:00 verður opinn fundur með Árna Páli Árnasyni formanni Samfylkingarinnar á Veitingahúsinu Vitanum í Sandgerði. Með Árna Páli á fundinum verða þingmennirnir Oddný G. Harðardóttir og Kristján L. Möller og bæjarfulltrúarnir Ólafur Þór Ólafsson frá Sandgerði og Jónína Holm úr Garðinum.
Þennan fimmtudag verður Árni Páll á ferðinni í Sandgerði og Garði til kynna sér þau mál sem efst eru á baugi í þessum tveimur sveitarfélögum. Á fundinum verður hægt að kaupa sé léttan hádegisverð á góðu verði hjá Stefáni veitingamanni á Vitanum. Áhugafólk um stjórnmál ætti ekki að láta þetta tækifæri fram hjá sér fara. Það eru Samfylkingarfélögin í Sandgerði og Garði standa sameiginlega að fundinum.