Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Mánudagur 25. september 2006 kl. 14:05

Gylfi Þorkelsson biður um 4.-6. sæti Samfylkingar

Gylfi Þorkelsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi 4. nóvember nk. vegna Alþingiskosninganna næsta vor og stefnir á 4.-6. sæti á lista flokksins.

Gylfi er 45 ára gamall, frá Laugarvatni í Ánessýslu, framhaldsskólakennari á Selfossi og hefur kennt í grunn- og framhaldsskólum á Suðurlandi og Suðurnesjum frá 1983. Hann hefur fjölþætta reynslu úr atvinnulífinu, unnið m.a. við ferðaþjónustu, blaðamennsku, landbúnað, í lögreglunni, innan íþróttahreyfingarinnar sem og stundað almenna verkamannavinnu í byggingariðnaði.

Frá 2002 hefur Gylfi verið bæjarfulltrúi í Árborg og sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveitarfélagið, sem og Samtök sunnlenskra sveitarfélaga.

Gylfi leggur sérstaka áherslu á menntamál, sem eru mikilvægasti þátturinn í atvinnuuppbyggingu og bættum lífskjörum Íslendinga til langs tíma litið. Hann hefur setið í stjórn Fræðslunets Suðurlands undanfarin 4 ár og tekið þátt í undirbúningi að stofnun háskólaseturs á Suðurlandi. Þá leggur Gylfi mikla áherslu á eflingu sveitarstjórnarstigsins í stjórnkerfi landsins og bætt samskipti ríkis og sveitarfélaga, sem hafa undanfarið því miður einkennst um of af íþyngjandi ákvörðunum og lagasetningum ríkisins á kostnað sveitarfélaganna, án viðunandi samráðs. Umhverfismál eru miklvægur málaflokkur og Samfylkingin þarf að beita sér meira á þeim vettvangi á næstu misserum. Hlutverk grunngilda jafnaðarstefnunnar í stjórnmálum og þjóðfélagsumræðu er augljóst nú þegar sífellt meiri auður færist á æ færri hendur og misskipting í samfélaginu eykst stöðugt.

Gylfi Þorkelsson,
Dverghólum 3
800 Selfoss
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024