Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Gunnlaugur Karlsson  - minning
Fimmtudagur 12. febrúar 2009 kl. 12:23

Gunnlaugur Karlsson - minning

F: 17.02.1923 D: 05. 02. 2009

Elsku afi Gulli ég ætla að senda þér kvæðið sem ég gerði til þín og þú varst svo hrifinn af og sagðir mér að passa öll ljóðin og vísurnar mínar jafnvel og þú geymdir frímerkin þín. Ég elska þig og sakna þín mikið. Elsku amma, ég skal búa til fallegt ljóð til þín bráðum og gefa þér það.

Vonin.
                    
Má ég segja fáein orð,
Öll spilin mín er lögð á borð,
Ás og tvistur líka þristur,
Sá er fær sem kemur fyrstur,
Haltu vonina í,
Hún ekki má fara fyrir bí,
Þannig er það,
Ekkert amar að,
Nú skaltu segja það hátt,
Að þú hefur þinn mátt,
Og á morgun sólin skín,
Aldrei máttur hennar dvín,
Nú skaltu halda vonina í,
Og aldrei sleppa.


Þín afastelpa Thelma Lind

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024