Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Gunnar Örn Örlygsson gefur kost á sér í 3.-4. sæti í Suðurkjördæmi
Laugardagur 9. september 2006 kl. 00:40

Gunnar Örn Örlygsson gefur kost á sér í 3.-4. sæti í Suðurkjördæmi

Gunnar Örn Örlygsson alþingismaður hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3. til 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í suðurkjördæmi. Fram kemur í tilkynningu frá Gunnari að pólitísk stefna Sjálfstæðisflokksins sé honum hugleikinn.


„Störf mín með flokksmönnum hafa verið ánægjuleg og um leið lærdómsrík fyrir ungan mann sem stefnir hátt í íslenskum stjórnmálum,“ segir í tilkynningunni.
Gunnar segir kjördæmið vera afar spennandi kost enda fæddur Suðurnesjamaður og búsettur í Reykjanesbæ.


„Verkefni sem snúa að kjördæminu er fjölmörg. Ég vil spila stóran þátt í þeim verkefnum og sýna kjósendum þann drifkraft og vilja sem ég bý yfir til að ná fram árangri í störfum mínum fyrir fólkið í landinu,“ segir Gunnar á vef Mogunblaðsins í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024