Gullið tækifæri...
Helgina 30. september til 2. október fer fram Atvinnu- og nýsköpunarhelgin á Suðurnesjum en viðburðurinn er haldinn í þeim tilgangi að stuðla að því að góðar hugmyndir verði að veruleik
Þátttakendur mæta á staðinn, með eða án hugmyndar, og fá innblástur og leiðsögn við að byggja upp viðskiptahugmynd sem gæti í framtíðinni orðið að fullvaxta fyrirtæki og atvinnutækifæri.
Viðburðurinn er fyrir alla, unga sem aldna, þá sem hafa hugmynd að vöru eða þjónustu og einnig þá sem langar að hjálpa hugmyndum annarra við að verða að veruleika. Þátttaka er ókeypis!
Erlend fyrirmynd viðburðarins er StartupWeekend þar sem þátttakendur mæta með eða án hugmyndar, skipta sér niður í teymi og vinna frá föstudegi til sunnudags, í 48 tíma, við að byggja upp viðskiptahugmynd og atvinnutækifæri. Markmiðið er að klára prótótýpu, eða komast sem næst því að klára prótótýpu af vörunni eða þjónustunni sem unnið er að yfir helgina.
Viðburðurinn fer fram í húsnæði Keilis á Ásbrú og hefst klukkan 17:30 föstudaginn 30. september.
Skráning er hafin á anh.is
Við erum líka á Facebook: Atvinnu- og nýsköpunarhelgin á Suðurnesjum - facebook.com/ANHSudurnes
Umsjónaraðilar helgarinnar eru Innovit, nýsköpunar- og frumkvöðlasetur og helgin er haldin með dyggum stuðningi frá Landsbankanum og ýmsum fyrirtækjum á svæðinu.