Guðrún sækist eftir 1.-2. sæti Samfylkingar
Ég undirrituð gef kost á mér í 1.-2. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi 7. mars n.k.
Ég er 46 ára gömul, búsett í Vestmanneyjum og starfa sem sérfræðingur í kjaramálum
Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu tel ég að 16 ára reynsla mín sem forystumaður í stéttarfélagi og kjarabaráttu, áratuga reynsla af félagsmálum og 8 ára seta í sveitarstjórn nýtist vel í þau krefjandi verkefni sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir.
Ég vil svara kalli þjóðarinnar um nýtt fólk, ný vinnubrögð og nýja hugsun og býð fram krafta mína í Suðurkjördæmi til uppbyggingar á réttlátara samfélagi.
Guðrún Erlingsdóttir