Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Guðný Hrund í 4. sæti Samfylkingar
Sunnudagur 10. desember 2006 kl. 16:17

Guðný Hrund í 4. sæti Samfylkingar

Guðný Hrund Karlsdóttir verður í 4. Sæti Samfylkingar í Suðurkjördæmi og tekur þar með sæti Ragnheiðar Hergeirsdóttur sem tók við starfi bæjarstjóra í Árborg. Þetta var staðfest í dag á kjördæmisþingi Samfylkingar í Víkinni í Reykjanesbæ.

Guðný, sem gegndi eitt sinn starfi sveitarstjóra á Raufarhöfn, er uppalin Keflvíkingur og búsett í Reykjanesbæ. Mikill styr var um útkomu í prófkjörinu þar sem Suðurnesjamenn komust ekki í efstu sæti og vonaðist fundurinn til að hafa sætt sjónarmið landshluta innan kjördæmis með þessari ráðstöfun.

Efstu sæti munu þá skipa Björgvin G. Sigurðsson, Lúðvík Bergvinsson, Róbert Marshall, Guðný Hrund Karlsdóttir og Guðrún Erlingsdóttir.

Flestir sem tóku til máls voru ánægðir með sterkan lista og lýstu fullum hug á að halda þingmönnunum fjórum sem flokkurinn hefur í kjördæminu.

Guðrún Erlingsdóttir, sem lenti í 5. sæti í prófkjörinu, sagði að þó hún hefði haft fullan hug á að taka 4. sætið, sætti hún sig við niðurstöðu kjördæmisþings.

 

Listi Samfylkingar í heild er því svohljóðandi:

 

1. Björgvin G. Sigurðsson 36 ára alþingismaður, Skarði Skeiða-  og Gnúpverjahreppi

2. Lúðvík Bergvinsson 42 ára alþingismaður, Vestmannaeyjum

3. Róbert Marshall 35 ára blaðamaður, Reykjavík

4. Guðný Hrund Karlsdóttir 35 ára viðskiptafræðingur, Reykjanesbæ

5. Guðrún Erlingsdóttir 44 ára formaður Verslunarmannafélags Vestmannaeyja, Vestmannaeyjum
6. Jenný Þórkatla Magnúsdóttir 35 ára þroskaþjálfi, Reykjanesbæ   
7. Árni Rúnar Þorvaldsson 30 ára grunnskólakennari og forseti bæjarstjórnar, Hornafirði

8. Torfi Áskelsson 47 ára framkvæmdastjóri, Árborg

9. Guðlaug Finnsdóttir 25 ára leiðbeinandi, Sandgerði

10. Dagbjört Hannesdóttir 37 ára viðskiptafræðingur, Þorlákshöfn

11. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir 47 ára sóknarprestur og forseti bæjarstjórnar, Grindavík

12. Unnar Þór Böðvarsson 61 árs skólastjóri, Hvolsvelli

13. Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir 29 ára deildarstjóri, Hveragerði

14. Inga Sigrún Atladóttir 35 ára deildarstjóri, Vogum

15. Lilja Samúelsdóttir 31 árs viðskiptafræðingur, Reykjanesbæ

16. Bergvin Oddsson 20 ára nemi og formaður UngBlind, Grindavík

17. Önundur S. Björnsson 56 ára sóknarprestur, Breiðabólsstað Fljótshlíð

18. Árni Gunnarsson 66 ára fv. alþingismaður, Árborg

19. Sigríður Jóhannesdóttir 63 ára grunnskólakennari og fv.alþingismaður, Reykjanesbæ
20. Margrét Frímannsdóttir 52 ára alþingismaður, Árborg


 

Vf-mynd/Þorgils

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024