Guðbrand í 1. sæti
Samfylkingin í Reykjanesbæ er eina stjórnmálaaflið í bænum, sem gefur hinum almenna kjósanda það einstaka tækifæri að hafa áhrif á skipan framboðslista flokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum . Til forystu þurfum við að velja dugmikið og traust fólk, sem treysta má að haldi styrkri hendi um stjórnvölinn hjá bænum.
Guðbrandur Einarsson er slíkur maður. Hann hefur sýnt það í hverju því ábyrgðarstarfi, sem honum hefur verið falið að þar fer ákveðinn, duglegur og framsýnn forystumaður, sem er að margra áliti einn efnilegast leiðtogi jafnaðarmanna af yngri kynslóðinni.
Ég skora á alla, sem vilja hag bæjarins sem mestan að taka þátt í prófkjörinu og kjósa Guðbrand í fyrsta sæti.
Reynir Ólafsson, viðskiptafr.
Guðbrandur Einarsson er slíkur maður. Hann hefur sýnt það í hverju því ábyrgðarstarfi, sem honum hefur verið falið að þar fer ákveðinn, duglegur og framsýnn forystumaður, sem er að margra áliti einn efnilegast leiðtogi jafnaðarmanna af yngri kynslóðinni.
Ég skora á alla, sem vilja hag bæjarins sem mestan að taka þátt í prófkjörinu og kjósa Guðbrand í fyrsta sæti.
Reynir Ólafsson, viðskiptafr.