Guðbjartur velferðarráðherra gestur á laugardagsfundi
Samfylkingin í Reykjanesbæ stendur fyrir fundum á laugardagsmorgnum þar sem rætt er um bæjarmál og landsmálapólitíkina yfir heitum kaffibolla. Á morgun laugardaginn 12. mars verður laugardagsfundurinn helgaður velferðarmálum og Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra kemur í heimsókn. Fundurinn hefst kl. 10:30 og er haldinn venju samkvæmt í sal Sálarrannsóknarfélags Suðurnesja að Víkurbraut 13 (við Keflavíkurhöfn).
Allir velkomnir - heitt á könnunni. Sjá nánar á xsreykjanesbaer.is