Guð, fyrirgefðu þeim!
Það er orðið deginum ljósara að við grindvíkingar erum að missa okkar indæla bæjarstjóra. Bæjarstjóra sem hefur unnið hug fólksins í bænum með sinni hlýju og fágaðri framkomu. Bæjarstjóra sem hefur lagt metnað sinn í að stjórna þessum bæ af ábyrgð og öryggi. Bæjarstjóra sem er enginn nýliði í þeim málum, sama hvar maður kom og málefni bæjarins bárust í tal þá kvað ávallt við, þið eruð nú með Einar Njálsson sem bæjarstjóra, þið eruð lánsamir grindvíkingar. Það segir allt sem segja þarf um þann mann, þannig er hann nú þekktur. Og þá skipti ekki máli hvaða flokksskírteini menn báru sem töluðu þessi orð.Og ég veit að Einar Njálsson er hvergi flokksbundinn neinum pólitískum flokki. Hann er maður fólksins hvar í flokki sem það er. Starfið er honum allt og að vegur bæjarins yrði sem mestur og bestur var kjörorðið.
En sínum augum lítur hver á silfrið. Í nýafstöðnum kosningum varð breyting á meirihlutasamstarfi flokkanna, þrátt fyrir að fyrrverandi meirihluti fengi góða kosningu. Og þessi sami meirihluti var einhuga um að ráða Einar sem bæjarstjóra fyrir fjórum árum. Og var aldrei skuggi á því samstarfi við hann allt kjörtímabilið.
Myndaður hefur nú verið nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarmanna. Framsóknarflokknum var vart gefinn kostur á viðræðum um meirihlutasamstarf. Að vísu kom þó höfðinglegt tilboð frá oddvita sjálfstæðismannaum um samstarf. Skilyrðið var að reka bæjarstjórann, yrði ekki gengið að því þyrfti ekki að ræða meira saman. Og svo mikið lág á að framsóknarmönnum voru gefnar tvær klukkustundir til að taka ákvörðun í málinu, þá skrifuðu hinir undir. Svona hélt ég að menn ynnu nú ekki sem eru kosnir í almennum kosningum til trúnaðarstarfa. Við framsóknarmenn höfnuðum því þessum vinnubrögðum. Við munum frekar sitja í minnihluta næsta kjörtímabil og vinna jafnt áfram af heiðarleika að öllum góðum málefnum bæjarfélagsins.
Það ríkir mikil óánægja meðal bæjarbúa út af þessari ákvörðun sjálfstæðismanna sem telja sig hafa verið sviknir að láta þennan gjörning ekki koma fram fyrir kosningar. Þá hefðu kjósendur getað kosið um þetta mál. Og var það haft eftir mörgum sjálfstæðismanninum að þeir hefðu aldrei kosið flokkinn hefðu þeir vitað þetta. Það er því gott að vita að til eru sjálfstæðismenn sem hafa sömu tilfinningu og konungurinn í merki flokksins, það kennir ekki fyrr en kemur að hjartanu.
Í kosningunum fyrir fjórum árum settum við framsóknarmenn það fram í kosningarbaráttuna að bæjarstjórastaðan yrði auglýst. Þá vissu kjósendur að hverju þeir gengu. Þar sem þáverandi bæjarstjóri var að komast á eftirlauna aldur, var eðlilegt að auglýsa starfið með tilliti til þess. Var hann búinn að skila mjög góðu starfi í 16 ár og var enginn ágreiningur um þau mál. Og ég minnist ekki að hann hafi verið krafinn um flokksskírteini við ráðningu.
En máltækið segir "Það er nú misjafnt sem mennirnir hafast að."
Það er leitt fyrir þetta ágæta bæjarfélag ef það á að vera stefnan að fólk skuli þurfa helst að geta rakið ættir sínar aftur í 3. eða 4. lið í sjálfstæðisflokknum svo það sé hæft til starfa í trúnaðarmálum bæjarins.
Eins og heyrst hefur frá þeim ágætu flokksfélögum, þá sýnist mér að velferð bæjarins sé ekki endilega í fyrirrúmi. Það er eitthvað að genunum þjá þeim sem þannig hugsa.
Einari Njálssyni og Sigurbjörgu Bjarnadóttur vil ég þakka gott starf í þágu bæjarins og við grindvíkingar munum sakna ykkar notalegu viðkynningar jafnt í starfi sem leik og óskum ykkur farsældar í nýju starfi.
Að lokum svo ég vitni í biblíuna, bók allra manna. Guð fyrirgefðu þeim, því þeir vita ekki hvað þeir gjöra.
Kær kveðja,
Svavar Svavarsson.
En sínum augum lítur hver á silfrið. Í nýafstöðnum kosningum varð breyting á meirihlutasamstarfi flokkanna, þrátt fyrir að fyrrverandi meirihluti fengi góða kosningu. Og þessi sami meirihluti var einhuga um að ráða Einar sem bæjarstjóra fyrir fjórum árum. Og var aldrei skuggi á því samstarfi við hann allt kjörtímabilið.
Myndaður hefur nú verið nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarmanna. Framsóknarflokknum var vart gefinn kostur á viðræðum um meirihlutasamstarf. Að vísu kom þó höfðinglegt tilboð frá oddvita sjálfstæðismannaum um samstarf. Skilyrðið var að reka bæjarstjórann, yrði ekki gengið að því þyrfti ekki að ræða meira saman. Og svo mikið lág á að framsóknarmönnum voru gefnar tvær klukkustundir til að taka ákvörðun í málinu, þá skrifuðu hinir undir. Svona hélt ég að menn ynnu nú ekki sem eru kosnir í almennum kosningum til trúnaðarstarfa. Við framsóknarmenn höfnuðum því þessum vinnubrögðum. Við munum frekar sitja í minnihluta næsta kjörtímabil og vinna jafnt áfram af heiðarleika að öllum góðum málefnum bæjarfélagsins.
Það ríkir mikil óánægja meðal bæjarbúa út af þessari ákvörðun sjálfstæðismanna sem telja sig hafa verið sviknir að láta þennan gjörning ekki koma fram fyrir kosningar. Þá hefðu kjósendur getað kosið um þetta mál. Og var það haft eftir mörgum sjálfstæðismanninum að þeir hefðu aldrei kosið flokkinn hefðu þeir vitað þetta. Það er því gott að vita að til eru sjálfstæðismenn sem hafa sömu tilfinningu og konungurinn í merki flokksins, það kennir ekki fyrr en kemur að hjartanu.
Í kosningunum fyrir fjórum árum settum við framsóknarmenn það fram í kosningarbaráttuna að bæjarstjórastaðan yrði auglýst. Þá vissu kjósendur að hverju þeir gengu. Þar sem þáverandi bæjarstjóri var að komast á eftirlauna aldur, var eðlilegt að auglýsa starfið með tilliti til þess. Var hann búinn að skila mjög góðu starfi í 16 ár og var enginn ágreiningur um þau mál. Og ég minnist ekki að hann hafi verið krafinn um flokksskírteini við ráðningu.
En máltækið segir "Það er nú misjafnt sem mennirnir hafast að."
Það er leitt fyrir þetta ágæta bæjarfélag ef það á að vera stefnan að fólk skuli þurfa helst að geta rakið ættir sínar aftur í 3. eða 4. lið í sjálfstæðisflokknum svo það sé hæft til starfa í trúnaðarmálum bæjarins.
Eins og heyrst hefur frá þeim ágætu flokksfélögum, þá sýnist mér að velferð bæjarins sé ekki endilega í fyrirrúmi. Það er eitthvað að genunum þjá þeim sem þannig hugsa.
Einari Njálssyni og Sigurbjörgu Bjarnadóttur vil ég þakka gott starf í þágu bæjarins og við grindvíkingar munum sakna ykkar notalegu viðkynningar jafnt í starfi sem leik og óskum ykkur farsældar í nýju starfi.
Að lokum svo ég vitni í biblíuna, bók allra manna. Guð fyrirgefðu þeim, því þeir vita ekki hvað þeir gjöra.
Kær kveðja,
Svavar Svavarsson.