Gríptu tækifærið, hafðu áhrif!
Það hefur verið sagt að besta gjöfin sem þú gefur fólkinu í kringum þig sé þín eigin sjálfsrækt.
Fyrir nokkrum árum átti ég tækifæri og nýtti mér að taka þátt í mjög gefandi starfi innan JC hreyfingarinnar á Íslandi. Ég tók þátt í nefndum, stjórn JC Suðurnes og síðar í landstjórn. Sótti hinum ýmsu námskeið þar á meðal ræðumennsku, fundarstjórn og fundarsköp og miklu fleiri. Við fórum á Landsþing , Evrópuþing og heimsþing í Japan og Amsterdam. Á þingum voru og eru gríðarlega góð námskeið í þema þinganna með heimsklassa leiðbeinendum.
JCI býður upp á fjölbreytta þjálfun, starf og tækifæri til að hitta og blanda geði við framsækið ungt fólk með svipuð áhugamál og markmið. Þú hittir fólk sem er ekki aðeins í þínu eigin samfélagi, heldur um allan heim. JCI félögum finnst gaman að hittast og skemmta sér.
Eitt slíkt tækifæri gefst þér nú á fimmtudag 2. nóvember því þá verður elst JCI félag Íslands; JCI Suðurnes vakið af alltof löngum svefni. Þá verður opin kynningarfundur haldin í STAPA. Fundurinn hefst kl 20:30. fundurinn er opin öllu fólki frá 18 til 40 ára, Komdu og kynntu þér málið. GRÍPTU TÆKIFÆRIÐ.
Þú gætir líka skoðað heima síðu JCI ÍSLANDS á www.jci.is . Ef þú hefur ekki tækifæri á að koma gætir þú skráð þig með því að senda tölvupóst á [email protected]. Haft verður samband við þig.
Með því að ganga í JCI hreyfinguna muntu hefja lífstíðar iðkun markvissrar sjálfsræktar. Þú munt fá tækifæri á að þjálfa hæfileika þína og hafa jákvæð áhrif á þjóðfélagið í kringum þig á sama tíma og þú tengist öðru fólki
Ég hlakka til að sjá þig í Stapa 2 nóvember kl 20:30 .
Kristinn Þór Jakobsson
Fyrir nokkrum árum átti ég tækifæri og nýtti mér að taka þátt í mjög gefandi starfi innan JC hreyfingarinnar á Íslandi. Ég tók þátt í nefndum, stjórn JC Suðurnes og síðar í landstjórn. Sótti hinum ýmsu námskeið þar á meðal ræðumennsku, fundarstjórn og fundarsköp og miklu fleiri. Við fórum á Landsþing , Evrópuþing og heimsþing í Japan og Amsterdam. Á þingum voru og eru gríðarlega góð námskeið í þema þinganna með heimsklassa leiðbeinendum.
JCI býður upp á fjölbreytta þjálfun, starf og tækifæri til að hitta og blanda geði við framsækið ungt fólk með svipuð áhugamál og markmið. Þú hittir fólk sem er ekki aðeins í þínu eigin samfélagi, heldur um allan heim. JCI félögum finnst gaman að hittast og skemmta sér.
Eitt slíkt tækifæri gefst þér nú á fimmtudag 2. nóvember því þá verður elst JCI félag Íslands; JCI Suðurnes vakið af alltof löngum svefni. Þá verður opin kynningarfundur haldin í STAPA. Fundurinn hefst kl 20:30. fundurinn er opin öllu fólki frá 18 til 40 ára, Komdu og kynntu þér málið. GRÍPTU TÆKIFÆRIÐ.
Þú gætir líka skoðað heima síðu JCI ÍSLANDS á www.jci.is . Ef þú hefur ekki tækifæri á að koma gætir þú skráð þig með því að senda tölvupóst á [email protected]. Haft verður samband við þig.
Með því að ganga í JCI hreyfinguna muntu hefja lífstíðar iðkun markvissrar sjálfsræktar. Þú munt fá tækifæri á að þjálfa hæfileika þína og hafa jákvæð áhrif á þjóðfélagið í kringum þig á sama tíma og þú tengist öðru fólki
Ég hlakka til að sjá þig í Stapa 2 nóvember kl 20:30 .
Kristinn Þór Jakobsson