Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Föstudagur 4. febrúar 2000 kl. 13:32

Grindvískir lögregregluþjónar til Keflavíkur

Enn ein atlaga Sýslumanns að öryggi Grindavíkinga:Nú hefur komið fram að Sýslumaður vill flytja lögreglumenn í Grindavík til Keflavíkur og láta þá framvegis ganga vaktir þar. Verður þá ekki um neina lögreglu í Grindavík að ræða lengur og þar af leiðandi stórskerta öryggisþjónustu.Þessi aðgerð sem kemur beint í kjölfar þess að bakvaktirnar lögreglunnar í Grindavík voru teknar af, sýnir að mínu mati vel fjandskap Sýslumanns í garð Grindvíkinga. Megum við ekki eiga vona á því að sýslumaður slái síðasta naglann í kistuna með því bjóða aðstoðar yfirlögregluþjóninum í Grindavík starfslokasamning og loka skrifstofu embættisins í Grindavík. Nú er hætt að halda úti eðlilegri þjónustu á skrifstofu sýslumanns í sumarleyfum. Skert þjónusta á sama tíma og mikil aukning er á verkefnum skrifstofunnar. Mér sýnist þetta vera þaulhugsaðar aðgerðir með það að markmiði að " spara til að auka öryggi "Grindvíkinga um leið og löggæslan er tekin af þeim. Lítum á ferilinn í tímaröð. 1. Meiri niðurskurður á yfirvinnu í Grindavík. 2. Bakvaktir teknar af. 3. Annar lögreglubíllinn tekinn af lögreglunni í Grindavík. 4. Grindvískir lögreglumenn settir á vaktir í Keflavík . Hvað kemur næst? Eru þetta eðlilegir starfshættir. Dæmið sjálf. Nú þegar stefnan er almennt í landinu að auka grenndargæslu færa löggæsluna nær fólkinu og nýta staðháttar þekkingu löggæslumanna, gerir sýslumaður þveröfugt. Hversvegna ekki? Grindavík er bæjarfélag með um 2200 íbúa og fer fjölgandi. Gestakomur í Bláalónið í hundruðum þúsunda. Að minnsta kosti 15 – 20 mínútna akstur ef bíll er til reiðu þegar kallið kemur. Miklar vegabætur á vegi til Krýsuvíkur og Suðurstrandavegurinn sem gera Grindavík hluta af hringvegi og auka stórlega umferðarhraða og slysahættu. Mikil og aukin atvinnustarfsemi í bænum og aukin umferð um höfnina eftir miklar hafnarbætur. Mun meiri málafjöldi á hvern lögregluþjón í Grindavík en í Keflavík. Mjög hátt hlutfall leystra mála vegna staðháttarþekkingar. Árangursrík framfylgni útivistarreglna barna og unglinga. 7 manna vaktir í Keflavík eftir breytinguna leyfa ekki úthald fleir bíla en þeirra 2 sem eru í notkun í dag og því yrði um verulega skerta þjónustu að ræða fyrir Grindvíkinga. Hvað er til ráða? Nú verða almennir Grindvíkingar að taka til hendinni. Verðum við ekki að losa okkur við þennan sýslumann? Hvernig fóru Bolvíkingar og Ólafsfirðingar að þega það átti að taka sýslumanninn frá þeim. Bæjarbúar stoppuðu það. Bæjarstjórnin hefur ályktað margoft og rætt við þingmenn enn ekki haft erindi sem erfiði. Sýslumanni var boðið að Grindavíkurbær borgaði kostnað við bakvaktir í nokkurn tíma meðan unnið væri að lausn en það vildi hann ekki. Þetta er farið að lýkjast krossferð gegn okkur. Nú verða Grindvíkingar allir sem einn að taka til hendi. Við skulum safna undirskriftum til Dómsmálaráðherra og krefjast þess að Grindavík verði sett aftur sem sjálfstæður liður á fjárlögum og horfið frá stöðugum niðurskurði og skertri þjónustu í bænum. Nú stöndum við saman Grindvíkingar. Jón Gröndal
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024