Grindavíkurkrakkar synda til styrktar Andra
Krakkarnir í sundeild UMFG ætla að synda áheitasund 27. – 28.desember. Markmiðið er að synda í 36 klukkustundir u.þ.b 100 km. Tilgangurinn er að styrkja fjölskyldu Andra Meyvantssonar sem nýlega greindist með æxli í heilastofni. Hann er núna í erfiðri meðferð.
Krakkarnir munu á næstu dögum ganga í hús í Grindavík og safna áheitum. Einnig er hægt að koma í sundlaugina á meðan á sundinu stendur og leggja málefninu lið. Heitt verður á könnuni. Það er von okkar að bæjarbúar og fleiri taki vel á móti krökkunum og styrki gott málefni.
Sunddeild UMFG