Grillað og sungið hjá T-listanum
Kristján Pálsson, frambjóðandi T-listans, hefur haft í nógu að snúast í dag. Kristján vaknaði snemma í morgun eins og eins og sjá mátti í Íslandi í bítið á Stöð 2 tók hann þar lagið og söng stefnuskrá framboðsins með miklum myndarbrag. Í dag verður svo staðið við grillið á kosningaskrifstofunni við Hafnargötu. Byrjað verður að grilla upp úr kl. 16 og grillað eitthvað frameftir.Þeir sem eiga ferð um Hafnargötuna ættu því ekki að þurfa að fara þaðan svangir og aldrei að vita nema Kristján taki lagði aftur órafmagnað!
Myndin: Kristján Pálsson og Árni B. Hjaltason, sem skipar 18. sæti listans, í morgunsjónvarpi Stöðvar 2 í morgun.
Myndin: Kristján Pálsson og Árni B. Hjaltason, sem skipar 18. sæti listans, í morgunsjónvarpi Stöðvar 2 í morgun.