Götuljósin slökkt í Grindavík á morgun
Grindvíkingar sameinast með vasaljósum í friðargöngu á morgun kl.09:00. Þetta er gert í samstarfi við leikskólanna, grunskólann, tónlistarskólann og eldri borgara. Slökkt verður á götuljósum í bænum á meðan gangan fer fram.
„Þetta er að mínu mati myndrænn og skemmtilegur viðburður sem sannarlega setur svip sinn á bæinn,“ sagði Þorsteinn Gunnarsson, upplýsinga- og þróunarfulltrúi Grindavíkurbæjar.
Markmið göngunnar er að efla samkennd og samhug með því að boða jákvæðni, gleði og kærleika meðal íbúa en þetta er annað árið í röð sem gangan fer fram.
Fólk á öllum aldri er hvatt til þess að mæta á þessa hátíðlegu stund.
Mynd - Mynd tekin frá friðargöngunni í fyrra.