Gönguferðir í Skotlandi fyrir hressar konur á öllum aldri
Að ganga er talin vera besta hreyfing fyrir líkamann, ekki eingöngu þar sem reynir á flesta vöðva líkamans heldur einnig fyrir sálina. Margar góðar ákvarðanir eru einmitt teknar í slíkum ferðum ,vandamál leyst og fólk gefur sér tíma til að láta hugann reika og spá í framtíðina og þá aðallega á jákvæðum nótum um að halda áfram góðri hreyfingu og lífsstíl. Við að taka þá ákvörðun að fara í góða gönguferð með nokkura mánaða fyrirvara þá fer ákveðið ferli af stað og konur byrja strax að hugsa vel um sig, setja sér markmið með skipulagðri hreyfingu, ganga til skóna sína og fara út af malbikinu og út í guðs græana náttúruna.
Mig langar til að kynna fyrir konum gönguferðir mínar sem ég býð hér uppá í Skotlandi fyrir konur á öllum aldri á tímabilinu 11. maí – 14. september og hafa verið mjög vinsælar síðustu ár.
Gengin er hin fræga West Highland Way sem er 153 km að lengd. Í boði eru 4 daga gönguleiðir ( 83 km ) og 7 daga gönguleiðir ( 153 km ).
Ferðatilhögun er þannig að náð er í hópinn út á Glasgowflugvöll og þeim komið fyrir á gististaðnum, síðan er frjáls tími í borginni þar sem gaman er að kíkja í nokkrar búðir og skoða sig um. Um kvöldið er fararstjóri með móttöku á heimili sínu þar sem konur kynnast og farið er yfir dagskrá næstu daga.
Gönguleiðin byrjar í úthverfi Glasgow og er gengið um fallegar sveitir, meðfram hinu rómaða Loch Lomond vatni og upp í hálöndin.
Dagleiðir eru ca 20 km á dag og er farangur ferjaður á milli gististaða þannig að eini burðurinn er léttur bakpoki með því helsta sem þarf yfir daginn. Gistingar eru af ýmsum toga og allar hinar huggulegustu.
Þetta er talin vera meðal erfið ganga, ekkert príl og geta nánast allir gengið hana.
Síðasta daginn er komið til Glasgow um hádegi og tekur þá við frjáls tími og finnst mörgum þá ekki leiðinlegt að taka lest til Edinborgar sem tekur aðeins 45 míntur.
Edinborg hefur einstæða töfra og býr yfir mikilli tign. Gamlar tígulegar byggingar og fallegt borgarstæði. Helsta tákn Edinborgar er náttúrulega Edinborgarkastalinn sem var heimili Skotakoninga í aldarraðir. Einnig er gaman að rölta niður gamla bæinn að Holyrood höllinni.
Allar nánari upplýsingar um þessar ferðir er að finna á vefsíðunni minni www.skotganga.co.uk
Einnig er hægt að hafa samband við mig í síma 897-8841
Ingibjörg Geirsdóttir Glasgow