Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Göngu- og hjólastígar í Reykjanesbæ
Föstudagur 28. febrúar 2020 kl. 07:39

Göngu- og hjólastígar í Reykjanesbæ

Göngu- og hjólastígar bæjarins eru afar mikilvægir til að efla lýðheilsu allra íbúa og eru einnig vistvænn samgöngumáti. Sumir skokka, aðrir ganga og hjóla og öll fjölskyldan getur notað stígana á mismunandi hátt. Fram kom í Lýðheilsuvísum árið 2019 frá Embætti Landlæknis að virkur ferðamáti til og frá vinnu eða skóla hjá fullorðnum væri marktækt minni hér á Suðurnesjum heldur en annars staðar á landinu. 

Ég lagði fram tillögu í Lýðheilsuráði að fram færi úttekt á hvernig göngu- og hjólastígar bæjarins væru í samanburði við þau sveitarfélög sem eru fremst á þessu sviði. Lagt verði mat á núverandi stíga og athugað hvernig notkun þeirra er allan ársins hring. Er ástand og breidd viðunandi á aðalstígum? Er næg lýsing og eru stígarnir þjónustaðir allan ársins hring með mokstri og söndum? Í framhaldi af úttektinni mætti leita samráðs við önnur sveitafélög á Suðurnesjum um að tengja saman göngu- og hjólastíga á milli bæjarfélaga og þannig efla heilsu allra íbúa á Suðurnesjum.  

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Almenn hreyfing er mikilvæg fyrir heilsuna og gönguferðir í um 30 mínútur á dag eflir heilsu allra og stuðlar að sterkara hjarta og æðakerfi, hefur góð áhrif á blóðþrýsting og lækkar kólesterólið.  Að ganga meðfram strandlengjunni í góðu veðri er frábær leið til að stuðla að góðri heilsu en sá stígur sem hefst við Skessuhelli og nær alveg upp á Stapa er um ellefu kílómetra langur og er virkilega falleg leið að ganga. Einnig eru göngu- og hjólastígar inni í miðjum bænum en þarfnast betri tenginga við hverfin okkar svo allir komist auðveldlega sinnar leiðar. 

Anna Sigríður Jóhannesdóttir,

bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ.