Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Góður árangur í að þekkja fólk af gömlum myndum
Föstudagur 9. september 2005 kl. 16:43

Góður árangur í að þekkja fólk af gömlum myndum

Á Ljósanótt leitaði Byggðasafnið til bæjarbúa og gesta um aðstoð við að greina myndir í safninu. Stór hópur fólks lagði leið sína á Bókasafnið og árangurinn lét ekki á sér standa. Fjöldi andlita er nú komin með nafn en miklu skiptir að nafngreina fólk á myndum þannig að hægt sé að skrá þær markvisst í gagnabanka og geta leitað að upplýsingum í tölvu. Áætluð stærð alls ljósmyndasafnsins er um 400 þúsund myndir og það skiptir því öllu máli að það sé vel skráð.
Við þökkum bæjarbúum og starfsfólki Bókasafnsins kærlega fyrir aðstoðina. Við munum halda þessu verkefni áfram og hafa nokkrar möppur á Bókasafninu í vetur þar sem við munum skipta reglulega út myndum til greiningar.

Sigrún Ásta Jónsdóttir, forstöðumaður Byggðasafns Reykjanesbæjar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024