Gleymdust börnin okkar í góðærinu?
Á Íslandi höfum við ekki farið varhluta af góðærinu. Heilu hverfin rísa eins og gorkúlur, öryggis heimili með þjónustu í allar áttir fyrir eldra fólkið, álver, verslanir, tónleika og íþróttamannvirki. Allt er að blómstra hérna. Eða hvað?
Rangt.
Einn minnihlutahópur gleymdist í fegurðarsamkeppni lísgæðakapphlaupsins og er skömm að hugsa til þess að þetta er eini hópurinn sem hefur ekki greind, getu eða færni til að keppast með kjafti og klóm fyrir betri lífsgæðum og hafa því falið okkur það stóra og ábyrgðarfulla hlutverk að gera það fyrir þau. Þetta eru fötluðu börnin okkar.
Einn minnihlutahópur gleymdist í fegurðarsamkeppni lísgæðakapphlaupsins og er skömm að hugsa til þess að þetta er eini hópurinn sem hefur ekki greind, getu eða færni til að keppast með kjafti og klóm fyrir betri lífsgæðum og hafa því falið okkur það stóra og ábyrgðarfulla hlutverk að gera það fyrir þau. Þetta eru fötluðu börnin okkar.
Ég er 25 ára móðir og á 2 börn. 5 ára heilbrigða telpu og svo 6 ára dreng sem þjáist af fjölda fatlana sem hafa reynst það erfiðar að flestir hafa beðist frá því að hjálpa til með hann. Ég áfellst engann. Þetta getur rekið mann á ystu nöf á verstu dögunum. Þessir einstaklingar og fjölskyldur þeirra eiga að búa að þeim grunnréttindum að geta snúið sér að sínum bæjarfélögum í leit að aðstöð þegar öll batterý hafa verið tæmd og útlitið orðið svart.
Nú er svo komið að neyðarástand ríkir á skammtímavistuninni á Suðurnesjunum. Tveir fjölfatlaðir einstaklingar búa þar allan sólarhringinn þar sem ekkert sambýli er til á Suðurnesjunum. Eitt sambýli er á stefnuskránni en ekki hefur verið rekið niður svo mikið sem fyrsta skóflan. Allar vistanir og gæslur sprungnar og fjölskyldunum eru í auknari mæli hafnað þeim vistunartíma og aðstoð sem þau þurfa miðað við fatlanir barnanna.
Ég get ekki lengur unnið vegna veikinda barnsins míns og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og neyðarástand á heimilinu hefur þjónusta sonar míns eingöngu verið skert vegna plássleysis, skort á fjármagni og skorti á starfsfólki. Er þetta það besta sem við getum gert fyrir þau. Er þetta það besta sem bæjarstjórnin getur gert fyrir þau. Ætlum við virkilega að leggjast svo lágt að loka augunum og horfa í hina áttina. Er þetta það sem við viljum standa fyrir sem þjóð. Börnin okkar eru gleymd.
En hvað með það. Við eigum víkingaþorp, grjótstyttur og flott hringtorg.
Hafrún Erla Jarlsdóttir
Móðir fatlaðs barns