Gleraugna enn sárt saknað
Tíu ára drengur varð fyrir því óláni í mars síðastliðnum að frá honum var stolið nýjum bláum Títaníum sjóngleraugum.
Hann getur ekki verið án gleraugna og eru glerin með miklum styrkleika. Þjófnaðurinn átti sér stað í Vatnaveröld á meðan hann var í sundi með vinum sínum. Hugsanlegt er að um skemmdasfísn er að ræða og möguleiki er að gleraugunum hafi svo verið hent í umhverfið í grend við sundlaugina og Holtaskóla og hugsanlegt að þau geti legið í görðum í grendinni.
Ef einhverjir geta gefið einhverjar upplýsingar um gleraugun eru beðnir að hafa samband í neðangreind símanúmer. Sami drengur varð einnig fyrir því á dögunum að stolið var frá honum kvartsbuxum þegar hann var í sundi og er mér því nóg boðið.
Hægt er að ná í mig í símum 868 2489 og 421 2094
Aldís.