Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Gleðjumst saman á fjölskyldudegi í Vogunum
Fimmtudagur 7. ágúst 2008 kl. 19:45

Gleðjumst saman á fjölskyldudegi í Vogunum


Samverustundir eru mikilvægar fyrir allar fjölskyldur. Sá tími sem foreldrar og börn verja saman er sá dýrmætasti sem er til. Á fjölskylduhátíð í Vogunum gefst einmitt frábært tækifæri fyrir stórar sem smáar fjölskyldur að eiga góðar stundir saman. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sveitarfélagið Vogar í samstarfi við félagasamtök í bænum og nokkur fyrirtæki hefur sett saman dagskrá þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og fjölmargir taka þátt í að búa til skemmtilegar minningar. Boðið er upp á skemmtiatriði, bæði heimatilbúin og frá færustu listamönnum. List og handverk fær að njóta sín og síðast en ekki síst fær fólk tækifæri til að leika sér saman og hlæja. 

Íbúar í Vogunum sameinast í hverfagrill og vikuna fyrir hátíðina keppast allir við að skreyta í viðeigandi litum og gera umhverfi sitt sem snyrtilegast. Ég vona svo sannarlega að fólk noti tækifærið til að eiga góðan dag með fjölskyldum sínum. Ég hlakka til að sjá ykkur sem flest á fjölskyldudegi í Vogunum laugardaginn 9. ágúst.

Ólafur Þór Ólafsson
frístunda og menningarfulltrúi Sveitarfélagsins Voga