Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Fimmtudagur 18. janúar 2007 kl. 15:22

Gleðilegt nýtt framkvæmdaár og takk fyrir það gamla

Vona að flestir hafi átt góða og friðsamlega daga í kringum jól og áramót. Ég veit að margir áttu erfiðan tíma, þá sérstaklega þeir sem eru einmanna og eiga erfitt með að  leita sér stuðnings og horfa á fjölskyldu sína og ættingja úr fjarska með miklum söknuði. Þannig leið öðrum einstaklingnum sem ég sagði frá að ætti erfitt með að komast í sinn stuðning, átti ekki eins góða daga og margir aðrir og  féll. Nú er sjálfsvirðingin hjá honum farin og skömmin, óttinn og allur sá pakki kominn aftur. Hann er ráðvilltur og veit ekkert hvað hann ætlar sér að gera, en vill reyna að spyrna við fótum og  taka sig á, áður en hann sekkur dýpra. Hann vill vera EDRÚ og eiga betra líf. Hann verður líka að vilja að rífa sig upp úr vorkunnseminni og gera þetta sjálfur, því það gerir þetta enginn fyrir hann. Það er akkúrat þetta sem er að gerast hjá okkur, og það allt of oft , vegna þess að  þessi þjónusta er ekki til staðar  hér á Suðurnesjum. Oft endar þetta því með ósköpum eins og hefur sýnt sig að undanförnu, því miður, hvert áfallið á fætur öðru. S.s. Dauði, ofbeldi og fl.


Svona til fróðleiks, þá kostar það ríkið um hálfa milljón króna fyrir hvern einstakling að fara í fulla meðferð, því hlítur það að vera mikill sigur ef hver einstaklingur þarf ekki að fara  nema  eina ferð. Þannig að það mun örugglega hafa gríðarleg áhrif ef  það yrði sett á stofn hér aðstaða fyrir eftirfylgni, stuðning og fl, við sjúklinga og aðstandendur þeirra.+


Þar sem  ég hef aðeins lesið yfir forvarnastefnu Reykjanesbæjar inn á www.rnb.is er t.d þetta að finna þar:
Að auka stuðning við forvarnarstarf  fjölskyldu og félagsþjónustu.
Að veita fjölskyldum í vanda aðstoð við að finna úrræði við hæfi.
Að hjálp til sjálfshjálpar sé ávallt höfð að leiðarljósi.
Að koma í veg fyrir neyslu barna og ungmenna á vímuefnum með fyrirbyggjandi aðgerðum.
Og margt, margt fleira gott þar og hvet ég fólk að skoða það sem þar er.


En það sem snýr að þessum stuðningi og uppbyggingu sem ég hef verið að tala um , verð ég því miður ekki var við. Vonandi verður nú eitthvað uppbyggilegt gert í þessu svo grafalvarlega máli sem þetta er á nýju ári. Eins og ég hef áður sagt, að geta hjálpað einum sem hjálpar svo öðrum er góð tilfinning ekki satt?

Erlingur Jónsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024