„Gleðileg“ Samfylkingarkveðja ?
Skömmu fyrir jól sendi Samfylkingin bæjarbúum „jóla- og áramótakveðju“ sína í blaðaformi sem dreift var í öll hús í Reykjanesbæ. Fyrir það fyrsta var blaðið ótrúlega neikvætt og lítt uppörvandi í byrjun jólahátíðar. Hitt var þó öllu verra að blaðið var uppfullt af ósannindum og jafnvel hreinum uppspuna. Mér er í sjálfu sér sama þótt að Samfylkingin eða aðrir leggi í það tíma og peninga að gefa út léleg blöð en get ekki látið það óátalið ef reynt er að ljúga að bæjarbúum um störf meirihluta bæjarstjórnar. Tvö dæmi ætla ég að nefna hér.
Forvarnarfulltrúi felldur!
Samfylkingarmenn lögðu all nokkuð pláss og höfðu stór orð um að meirihluti Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna í bæjarstjórn hefðu öðru sinni snarfellt tillögu Samfylkingarinnar um ráðningu forvarnarfulltrúa. Svo mikið fannst þeim til fréttarinnar koma að á forsíðu blaðsins var vísað til greinar um málið sem var að finna inn í blaðinu. Eini gallinn á fréttinni var sá að hún er fullkomlega ósönn.
Hið rétta er að tillaga Samfylkingarmanna var lögð fram í bæjarstjórn 5.des. s.l. og tekin til afgreiðslu ásamt fjárhagsáætlun ársins 2001 þann 19.des. Þar var henni vísað til bæjarráðs til frekari skoðunar þar sem hún er til meðferðar nú. Tillagan var því ekki felld, hvað þá snarfelld, af hálfu meirihluta bæjarstjórnar.
Karfan - Korac Cup !
Í blaðinu er hálf blaðsíða tekin undir skammir á meirihluta bæjarstjórnar vegna þess að ekki hafi verið staðið við loforð um að styrkja sameiginlegt körfuknattleikslið Keflavíkur og Njarðvíkur til þátttöku í Evrópukeppni félagsliða eða Korac Cup eins og keppnin heitir. Þetta er að sjálfsögðu kolrangt. Hið rétta er að körfuknattleiksdeildir félaganna tveggja voru styrktar um kr. 3.040.000.- vegna þátttöku í þessari keppni og er þar eingöngu um að ræða peningalega styrki en ekki óbeina styrki s.s. ókeypis afnot af íþróttamannvirkjum o.s.frv. Þótti mörgum hverjum nóg um en meirihluti bæjarstjórnar var þeirrar skoðunar að þátttaka liðanna væri góð auglýsing fyrir bæjarfélagið - sem hún var.
Því skoti sem sérstaklega var beint til mín og Skúla Skúlasonar, forseta bæjarstjórnar, var því feilskot, enda var greinin hreinn uppspuni.
Annað
Ýmislegt annað má nefna s.s. greinar um skipulagsmál eða um hitaveituna og fjárhagsstöðu Reykjanesbæjar en óþarft að fjalla nánar um það hér. Er þar ýmist farið með rangt mál eða sannleikanum hagrætt eins og Samfylkingunni einni er lagið. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér það nánar er bent á grein á heimasíðu minni www.es.is/bodvar. Það er von mín að Samfylkingarmenn vandi sig betur við blaðaútgáfu í framtíðinni og sýni bæjarbúum þá virðingu að segja sannleikann.
Með þeim orðum óska ég bæjarbúum öllum gleðilegs nýs árs með von um að árið verði okkur öllum heillaríkt og happadrjúgt.
Böðvar Jónsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
Forvarnarfulltrúi felldur!
Samfylkingarmenn lögðu all nokkuð pláss og höfðu stór orð um að meirihluti Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna í bæjarstjórn hefðu öðru sinni snarfellt tillögu Samfylkingarinnar um ráðningu forvarnarfulltrúa. Svo mikið fannst þeim til fréttarinnar koma að á forsíðu blaðsins var vísað til greinar um málið sem var að finna inn í blaðinu. Eini gallinn á fréttinni var sá að hún er fullkomlega ósönn.
Hið rétta er að tillaga Samfylkingarmanna var lögð fram í bæjarstjórn 5.des. s.l. og tekin til afgreiðslu ásamt fjárhagsáætlun ársins 2001 þann 19.des. Þar var henni vísað til bæjarráðs til frekari skoðunar þar sem hún er til meðferðar nú. Tillagan var því ekki felld, hvað þá snarfelld, af hálfu meirihluta bæjarstjórnar.
Karfan - Korac Cup !
Í blaðinu er hálf blaðsíða tekin undir skammir á meirihluta bæjarstjórnar vegna þess að ekki hafi verið staðið við loforð um að styrkja sameiginlegt körfuknattleikslið Keflavíkur og Njarðvíkur til þátttöku í Evrópukeppni félagsliða eða Korac Cup eins og keppnin heitir. Þetta er að sjálfsögðu kolrangt. Hið rétta er að körfuknattleiksdeildir félaganna tveggja voru styrktar um kr. 3.040.000.- vegna þátttöku í þessari keppni og er þar eingöngu um að ræða peningalega styrki en ekki óbeina styrki s.s. ókeypis afnot af íþróttamannvirkjum o.s.frv. Þótti mörgum hverjum nóg um en meirihluti bæjarstjórnar var þeirrar skoðunar að þátttaka liðanna væri góð auglýsing fyrir bæjarfélagið - sem hún var.
Því skoti sem sérstaklega var beint til mín og Skúla Skúlasonar, forseta bæjarstjórnar, var því feilskot, enda var greinin hreinn uppspuni.
Annað
Ýmislegt annað má nefna s.s. greinar um skipulagsmál eða um hitaveituna og fjárhagsstöðu Reykjanesbæjar en óþarft að fjalla nánar um það hér. Er þar ýmist farið með rangt mál eða sannleikanum hagrætt eins og Samfylkingunni einni er lagið. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér það nánar er bent á grein á heimasíðu minni www.es.is/bodvar. Það er von mín að Samfylkingarmenn vandi sig betur við blaðaútgáfu í framtíðinni og sýni bæjarbúum þá virðingu að segja sannleikann.
Með þeim orðum óska ég bæjarbúum öllum gleðilegs nýs árs með von um að árið verði okkur öllum heillaríkt og happadrjúgt.
Böðvar Jónsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins