„Glæsilegt prófkjör Samfylkingarinnar“
Á laugardaginn var nýttu rúmlega 1600 íbúar Reykjanesbæjar lýðræðislegan rétt sinn til að velja fólk á framboðslista Samfylkingarinnar fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Niðurstaða prófkjörsins er glæsileg, samhentur listi er að verða til sem valin er til verka af bæjarbúum sjálfum, segir Eysteinn Eyjólfsson í grein til blaðsins.Kosningabaráttan í prófkjörinu var málefnalega, drengileg og kröftug og gefur tóninn fyrir kosningabaráttu Samfylkingarinnar fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar.
Ég vil þakka íbúum Reykjanesbæjar brautargengi það sem mér var veitt í prófkjörinu og fullvissa þá um að þau málefni sem ég lagði mesta áherslu á; opnari og lýðræðislegri stjórnsýslu, forvarnar-, tómstunda- og skólamál, hafa eignast öflugan málsvara í bæjarstjórn Reykjanesbæjar.
Eysteinn Eyjólfsson
Skipar 5. sætið á lista Samfylkingarinnar
Ég vil þakka íbúum Reykjanesbæjar brautargengi það sem mér var veitt í prófkjörinu og fullvissa þá um að þau málefni sem ég lagði mesta áherslu á; opnari og lýðræðislegri stjórnsýslu, forvarnar-, tómstunda- og skólamál, hafa eignast öflugan málsvara í bæjarstjórn Reykjanesbæjar.
Eysteinn Eyjólfsson
Skipar 5. sætið á lista Samfylkingarinnar