Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Glæsilegt mannvirki -  stórspillt með fáranlegri aðkomu
Fimmtudagur 18. maí 2006 kl. 08:32

Glæsilegt mannvirki - stórspillt með fáranlegri aðkomu

Ný sundlaug var vígð með poppi og pragt þann 12. maí síðast liðinn. Allt er þar með glæsibrag en aðgengi er hreint fráleitt að ekki sé meira sagt. Úr afgreiðslunni er farið niður heldur þröngan hringstíga 15 þrep eða svo (helsti gallinn á gömlu sundhöllinn þóttu fjórar tröppur eða svo) komið er að fínum búningsklefum og sturtum en gallinn er að þar er svo lágt undir loft að ekki þarf margt í sturtu í senn til þess að allt fyllist af gufu, loftræsting er engin. Úr sturtunum er farið upp sjö eða átta tröppur til þess að komast að sundlauginni og sami tröppufjöldi til viðbótar til þess að komast að vatnaveröld barnanna. Ekki veit ég hvað hefur komið yfir menn að hætta við að hafa búningsklefanna þar sem upprunarlega var ætlað og nú er tækjasalur Perlunnar. Allir frambjóðendur ættu að gefa kosningaloforð um að úr þessu yrði bætt hið bráðasta.

Ólafur Björnsson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024